Stærðfræði var nú aldrei mitt sterkasta fag, en maður verður víst að reyna einhverjar reikningskúnstir…
Ef ég man rómversku tölurnar rétt, er XVII sautján. Þú keyptir semsagt 17. árganginn af Lesbók Moggans.
Og ef ég man rétt fór Lesbókin að fylgja Mogganum einhverntíman um 1920. 17. árgangur er nítjánhundruð-þrjátíu og eitthvað, rétt fyrir stríð.
Ég efast ekkert um að þetta sé stútfullt af athyglisverðu lesefni. Man að á mínum æskuárum fyrir 20-15 árum síðan, fletti ég alltaf Lesbókinni, og tókst oftast að finna allavega eina áhugaverða grein innan um listasnobbs- og heimspekikjaftæðið.
Síðan þá hefur henni farið hryllilega aftur, og í dag nenni ég sjaldnast einu sinni að fletta í gegnum hana.
En mjög vel get ég trúað að 17. árgangur sé fullur af merkilegu efni, sumt sem var það jafnvel þá, og sumt sem hefur orðið það í fyllingu tímans.
_______________________