Sko, fyrir byltinguna var kallað saman stéttaþing vegna þess að minnka átti réttindi aðals í landinu. Á þessu stéttaþingi voru klerkar, aðall og í þriðju stétt voru borgarar í hærri stéttum landsins. Á þinginu sameinuðust stéttirnar 3 og ætluðu sér að mynda svokallað þjóðþing þar sem atkvæðin voru greidd eftir höfðatölu en ekki eftir stéttum eins og áður fyrr. Þingmenn á þessu þjóðþingi báðu síðan restina af íbúunum að gera lista yfir það sem þeim fannst að betur mætti fara í landinu en það var víst slatti, helst vildu þeir prentfrelsi og verslunarfrelsi, auk jafnréttis. Stuttu eftir þetta voru óeirðir í París sem enduðu á því að ráðist var á Bastilluna, fangelsi, til að ná í skotvopn. Í kjölfarið afnám Þjóðþingið öll réttindi aðals og klerka og samþykkt var mannréttindayfirlýsing 1789 sem innihélt lög og reglur um þetta prentfrelsi og það sem fólkið vildi. Tveim árum síðar var franska stjórnarskráin samþykkt. Í henni var kveðið á um að Frakklandi skildi vera stjórnað af þingbundinni konungsstjórn en einnig kom fram í henni þrískipting valdsins (framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald), hugmynd Montesquies. Í kjölfarið af afnámi réttinda aðals flúðu þeir land.
Árin 1793-4 voru erfið fyrir Frakka enda kölluð ógnaröldin. Þá náðu Jakobínar völdum, eftir að Loðvík XVI var aflífaður. Forystumenn Jakobína voru Robespierre, Marat og Danton en á meðan þeir voru við völd létust 40.000 Frakkar, rétara sagt voru þeir líflátnir en að lokum sögðu Frakkar, hingað og ekki lengra og náðu að leysa Jakobína upp og drápu Robespierre sem áður hafði látið drepa vin sinn Danton. Eftir upplausn ógnarstjórnarinnar tók við íhaldssöm stjórn 5 efnaðra borgara sem hélt völdum til ársins 1799 þegar Napóleon komst til valda.