Kommúnista ávarpið sem hann skrifaði í félagi við Friedrich Engels er til á íslensku í þýðingu Sverrirs Kristjánssonar, sem er örugglega hans frægasta rit. Það var líka verið að gefa út bók sem heitir Kommúnisminn eftir Richard Pipes í íslenskri þýðingu, en hún fjallar að sjálfsögðu ekki um Karl Max heldur stefnuna sem er kennd við hann og stjórnarhætti í Sovétríkjunum.
Annars er til haugur af safnritum og bókum, bæði um hann og eftir hann. Ég myndi bara kíkja á bókasafnið eftir þessu :)