En er ég að skilja það rétt að kommúnistarnir vildu að samfélagið væri þannig að allir fengju jafn háar tekjur og eitthvað?
Aftur æ æ, flókin spurning, sem enn í dag er erfitt að svara án þess að fá yfir sig heilan haug af skít frá kommúnistum, heheh.
Allavega (og þetta er bara mitt álit), þá er þetta það sem þessir kallar þóttust vilja, en í raun og veru voru þeir bara að halda í sínar valdastöður.
og svo kaptíalistarnir hvernig voru þeir?? Peningagráðugir??
Hvað helduru? Já! Þeir héldu dramatískar ræður um frelsi, lýðræði og mannréttindi, því það hentaði þeirra bankareikningum afskaplega vel.
Bottom-lænið er að báðir aðilar í Kalda stríðinu notuðu góðar og fallegar hugsjónir fólks sér til framdráttar.