Ég tel það frekar ólíklegt að WWW3 verði á næstu áratugum, en alls ekki útilokað.
Þá held ég að mesta hættan sé í Asíu, þar sem samskipti Indlands við Pakistan og Kína hafa aldrei verið góð. Svo eru hættusvæði víðar í álfunni, t.d. í Suðaustur Asíu þar sem Indónesía og Malasía eru bæði vaxandi veldi.
Miðausturlönd held ég að séu næst hættulegasta svæðið, því átök sem hefjast þar eru líklegri til að haldast staðbundin. Þó ætti aldrei að segja aldrei.
Á báðum þessum svæðum gæti ýmislegt gerst sem síðan Vesturlönd gætu blandast inní, og valdið heimsstyrjöld.
Að heimsstyrjöld gæti hafist annarsstaðar finnst mér (eins og mál eru að þróast nú) afar ólíklegt.
_______________________