Góðan daginn…ég er að vinna að heimildarritgerð um inngöngu Íslands í NATO 1949 og gengur vel. En svona til að massa einkunnina upp í topp datt mér í hug að reyna að grafa upp fólk sem að var á staðnum þegar þessi merki atburður átti sér stað.
Þeir sem yngri eru myndu kannski gera mér þann greiða að spyrja sín eldri skyldmenni hvort að þau hafi nokkuð verið viðstödd þegar allt fór í bál og brand. Ég er nú þegar búinn að hafa uppi á einum hlutaðeigandi en langar í fleiri.
Takk kærlega fyrir elsku Hugar mínir!