Það var nú málið með kommúnismann. Oft urðu menn kommúnistar af góðum hvötum, vildu bæta heiminn og koma á réttlæti og jöfnuði. Og voru víða (ekki síst í einræðisríkjum Suður-Ameríku) handteknir og pyntaðir fyrir vikið.
Eftir þá lífsreynslu var algerlega búið að hreinsa alla góðmennsku úr þeim og þeir fylgdu kommúnismanum eins og öfgafullum trúarbrögðum. Og var sama hvaða meðölum þeir þurftu að beita til að útbreiða trúnna. Nú var mottó þeirra orðið “fight fire with fire”.
_______________________