Þú fyrirgefur Che, en þetta er einhver versta ráðlegging varðandi sagnfræði sem ég hef heyrt.
Ef menn ætla sér að skrifa eitthvað fróðlegt fremur en einhliða áróður, er þvert á móti betra að reyna að hreinsa hugann af því sem maður taldi sig vita um efnið, afla sér heimilda (þar á meðal áróðurs frá báðum hliðum) - og skrifa svo! Oft fá menn meira að segja nýja sýn á efnið, um þetta vitna margir góðir sagnfræðingar í inngangi sinna bóka.
Víetnamstríðinu lauk fyrir 30 árum síðan og nóg af áróðri var skrifað um það á sínum tíma, frá báðum aðilum. Í dag er gáfulegra að skoða þetta stríð í sínu sögulega samhengi við Kalda stríðið almennt, og reyndar er þetta margslungið og feykilega áhugavert stríð.
_______________________