Fyrsta Mósesbók, fjórði kafli, 8. vers:
“Þá sagði Kain við Abel bróður sinn: ”Göngum út á akurinn!“ Og er þeir voru á akrinum, réðst Kain á Abel bróður sinn og drap hann.”
Engin sérstök aðferð hér, ekki frekar en í 1. Jóhannesarbréfi, 3. kafla, 12. versi eða Júdasarbréfi 11. versi.
Þá eru upptaldir þeir staðir í Biblíunni þar sem sagt er frá þessu og kemur þar hvergi fram hvernig Kain drap bróður sinn. Spurning hvort það muni koma í nýju þýðingunni, eða hvort um oftúlkun sé að ræða þar sem farið er út í smáatriði.
Heimild: Biblía, íslensk þýðing frá 1981.