Farðu á bókasafnið og finndu bækur um efnið. Þær eru miklum mun öruggari heimildir heldur en vefsíður og vefsíða mun ekki hjálpa þér mikið meira en bók hvort sem er; á endanum þarftu að verja tíma í að lesa það sem í heimildinni segir.
Það er samt þannig að hvaða jólasveinn getur sett texta um hvað sem er inn á vefinn. Ef ég ætti einhverja bullgrein um heimsstyrjöldina tæki það mig ekki nema 5 mínútur að setja hana á síðuna mína. Það getur hins vegar ekki hver sem er gefið út bók og enn síður ef forlagið hefur einnhvern standard, t.d. Oxford eða Cambridge University Press. Bækur eru líka marglesnar yfir áður en þær fara í prentun.
Ég geri ráð fyrir að þetta sé ritgerð í sagnfræðiáfanga, en sagnfræði er ekki bara fræðigrein um mannkynssöguna, heldur einnig fræðigrein sem fjallar um hvernig á að leggja mat á og vinna úr sögulegum heimildum. Það væri því við hæfi að velja traustari heimildir í heimildaskrána hjá sér. Farðu frekar á bókasafnið :)
___________________________________