Úff talvan mín í augnablikinu biluð, kemst bara inn á netið í skólanum. Því er ég í pásu frá BNA forsetum þar til talvan snýr aftur.
En ég sendi inn skoðanakönnun, það er alveg nóg af greinum um BNA komnar (he he…Þeim hefur verið tekið vel að mínu mati, þótt að sumir pirri sig á fjölda þeirra). Þegar ég hef klárað þær, þá fer ég að skrifa greinar um Rómarkeisara, veit ekki hversu mikla orku og tíma ég mun eyða í það, en eflaust einhverri.
En svo fór ég að pæla í því hvort fólk vildi ekki sjá greinar um eitthvað fleira en seinni heimsstyrjöld og sögu BNA. Ég hef gaman af því að skrifa um forsetanna og við höfum mjög aktíft seinni heimsstyrjaldar áhugafólk.
(Við erum faktískt að sjá sagnfræðigreinar Lecters og fleiri skila sér inn í heitar umræður way to go!!!).
En jæja könnuninn sem ég sendi inn, er í sambandi við þessar pælingar, hvernig greinar viljið þið fá að sjá á þessu áhugamáli?