Fylkin eru 50 talsins. Þau eru (í stafrófsröð):
Alabama
Alaska
Arizona
Arkansas
California
Colorado
Connecticut
Delaware
Florida
Georgia
Hawaii
Idaho
Illinois
Indiana
Iowa
Kansas
Kentucky
Louisiana
Maine
Maryland
Massachusetts
Michigan
Minnesota
Mississippi
Missouri
Montana
Nebraska
Nevada
New Hampshire
New Jersey
New Mexico
New York
North Carolina
North Dakota
Ohio
Oklahoma
Oregon
Pennsylvania
Rhode Island
South Carolina
South Dakota
Tennessee
Texas
Utah
Vermont
Virginia
Washington
West Virginia
Wisconsin
Wyoming
Auk þessara fylkja er District of Columbia þar sem höfuðborgin Washington er, en D.C. svæðið tilheyrir strangt tekið fylkjunum Virginiu og Maryland og er ekki eitt fylkjanna 50.
Puerto Rico tilheyrir Bandaríkjunum en er samt ekki fylki og hefur einhvern sjálfsstjórnarrétt. Bandaríkin fengu yfirráð yfir Puerto Rico í kjölfar átaka við Spán en íbúar Puerto Rico fengu bandarískan ríkisborgararétt árið 1917 en hafa samt ekki kosningarétt í bandaískum forsetakosningum.
Guam hefur svipaða stöðu og Puerto Rico en Guam tilheyrir Bandaríkjunum án þess að vera fylki. Spánverjar létu Bandaríkjunum eftir yfiráð yfir Guam árið 1898. Eins og íbúar Puerto Rico hafa íbúar Guam bandarískan ríkisborgararétt en hafa þó ekki kosningarétt í bandarískum forsetakosningum.
Jómfrúareyjar tilheyra líka að hluta til Bandaríkjunum en yfirráð yfir Jómfrúareyjum voru áður í höndum Breta og Dana sem réðu yfir sínum hlutanum hvorir. Bandaríkjamenn keyptu árið 1917 danska hlutann af Dönum og því eru Jómfrúareyjar, utan Bresku Jómfrúareyjanna, eign Bandaríkjanna en þó ekki fylki. Íbúarnir eru bandarískir ríkirborgarar en hafa ekki kosningarétt í bandarískum forsetakosningum.
Norður Maríanaeyjar sem hafa verið svæði í umsjá Bandaríkjanna fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna ákváðu í kosningum árið 1970 að sækjast ekki eftir sjálfstæði heldur frekar eftir nánari tengslum við Bandaríkin. Eftir þriggja ára samningaviðræður var gerður samningur við Bandaríkin þar sem Norður Maríanaeyjar urðu einhvers konar sjálfsstjórnarsvæði með stjórnmálatengsl við Bandaríkin. Íbúar Norður Maríanaeyja eru bandarískir ríkisborgarar en hafa samt ekki kosningarétt í bandarískum forsetakosningum.
Amerísku Samóaeyjar eru síðan enn eitt svæðið sem tilheyrir Bandaríkjunum, en að því er ég best veit hafa íbúar eyjanna ekki bandarískan ríkisborgararétt (leiðrétti mig einhver ef þetta er rangt).
Bandaríski fáninn hefur þrettán rendur, rauðar (efst og neðst) og hvítar og 50 hvítar fimm arma stjörnur á bláum fleti efst í vinstra horninu, raðað í níu raðir af fimm og sex stjörnum til skiptis (í efstu og neðstuð röðinni eru sext stjörnur). Stjörnurnar tákna auðvitað núverandi fylkin 50 og rendurnar upphaflega fylkin þrettán, þ.e. Connecticut, Delaware, Georgia, Maryland, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, New York, North Carolina, Pennsylvania, Rhode Island, South Carolina og Virginia.
Meiri fróðleik um Bandaríkin má nálgast á
landafræðivef CIA.