September. Efnahagskerfi heimsins tekur við sér. Kínverjar gera tilkall til Norður Mansjúríu. Rússar neita.

Október. Stríðið hefur þjappað ESB löndunum verulega saman. Evrópuþingskosningarnar eru óvenju vel sóttar, og í kjölfarið á því eru völd Evrópuþingsins aukinn. Sameiginlegur Evrópskur her verður að raunveruleika.
Ýmis vandamál rísa þó upp innan ríkjasambandsins. Meðal annars er verðbólga og atvinnuleysi. Meðan Evrópustríðið stóð og allt var lagt í rúst (í þriðja sinn að auki) tóku asíuþjóðirnar endanlega fram úr. Í stað viðskiptaveldanna Frakklands, Bretlands og Þýskalands eru núna Malasía, Indónesía og Tæland leiðandi. Umræður fara í gang um breytingar á öryggisráðinu þar sem gamla valdafyrirkomulagið er algjörlega farið úr böndunum.

Nóvember. Mótmælahópar í BNA krefjast þingkosninga, þeim er tvístrað af lögreglu.
Rússar sem skortir verulega fé eftir átökin samþykkja að selja Kína Norður Mansjúríu. Kína innlimar formlega N-Kóreu og gerir kröfu til Suður Kóreu.
Bush horfir fram á að hvorki BNA né Rússar eru með bolmagn til að standast Kínverska drekann í átökum, en þverneitar þó. Japanar taka aftur upp herskyldu.

Desember. Búist er undir átök suður á Kóreuskaga. Viðskiptaþvingana hótanir frá BNA geta engin áhrif haft á stefnu Kínverja. Kínverski efnahagurinn er of öflugur núna og skaðinn yrði að mestu leyti BNA megin.

Janúar 2008. Þingmenn frá Demókrataflokknum benda á að lögin um stríðsástand séu ekki lengur í gildi þar sem BNA eru ekki þáttakendur í stríði. Því er farið fram á að undirbúningur fyrir forsetakosningar hefjist. Bush samþykkir það.

Febrúar. Víetnam, Laos, Tæland, Malasía og Indónesía stofna varnarbandalag gegn Kína. Kína hefur þó ekki haft neinar hótanir, en vöxtur Kínverja hefur þótt það hraður að ekki sé annað hægt en að undirbúa varnir gagnvart heimsvaldastefnunni.

Mars. Japan gengur í Asíubandalagið. Seinna í mánuðinum ganga Ástralía og Nýja sjáland inn í það.

Apríl. Bandarískir hermenn snúa heim frá Rússnesku vígvöllunum. Bush sendir þó sveitir til Venesúela þar sem átök standa enn, og til Sýrlands.

Maí. Kína vill mæta Asíubandalags ríkjum á ráðstefnu. Forseti Kína leggur til að þessi ríkji leggji niður tolla sín á milli og hefji efnahagslegt samstarf. Þjóðirnar samþykkja þetta þegar Kínverjar lofa að láta Suður Kóreu í friði.

Júní. Demókratar senda fram Hillary Clinton sem mótframbjóðanda, einnig klofnar annað framboð út frá Repúblikönum. Bush hyggst bjóða sig fram í þriðja sinn, enda búin að breyta lögunum í þá átt. Hann lýsir því yfir stuttu eftir að kosningabaráttan hefst að hann einn sé hæfur af frambjóðendunum til að halda uppi skikkanlegum vörnum gegn Rússunum.

Júlí. Valdarán í annað sinn í Saudi Arabíu. Lýðræði landsins kollsteypt og Múslimskir öfgamenn taka völd. Bush lýsir því yfir að þetta sé ómögulegt að þola og lýsir yfir stríði.
Forsetar Íraks, Sýrlands, Palestínu og Ísraels lýsa yfir að það sé óráðlegt að gera innrás þar sem margir múslimar tækju því sem móðgun ef þeirra heilaga land yrði hernumið af kristinni þjóð.

Ágúst. Uppstokkun í öryggisráðinu. Indónesía, Malasía, Tæland og Japan komast inn í það með varanleg sæti.
Ákveðið er að efna til fyrstu forsetakosninga Evrópu, Ísland og Noregur sækja um aðild.

September. Stórstyrjöld brýst út er BNA menn ráðast inn í Saudi Arabíu. Jemen, Oman, og Íranar lýsa ekki stríði á hendur BNA en vopna og manna þó her Saudi Arabíu. Olíukrísa leggst yfir heiminn.

Október. Forsetakosningum aflýst í BNA á lagagrundvelli. Fjölmargir mótmæla og benda á að jafnvel Lincoln lét halda kosningar í borgarastyrjöldinni. Repúblikanar svara tilbaka með því að benda á að Demókratinn Roosevelt sat þrjú kjörtímabil í seinni heimsstyrjöldinni.

Nóvember. Uppþot í BNA laminn niður af lögreglunni. BNA menn hertaka Mekku og Medína. Egyptar, Súdanar, Omanar, Jemenar og Íranar mætast á leynilegum fundi. Rætt er um bandalag.
Olíukrísan er farin að hafa alvarlegar afleiðingar í asíuríkjunum. Asíubandalagið stöðvar herskipaflota BNA og hindrar þá í liðsmannasendingum.

Desember. Bush lýsir því yfir í sjónvarpsávarpi að óvíst sé hvenær næstu forsetakosningar verði haldnar. Kanadamenn eru uggandi yfir þróuninni og frumvörp eru samþykkt á þingi um aukningu varna við landamæri BNA.