Það var alltaf spenna á milli Mussolinis og Hitlers.
Mussolini var bitur út í Hitler eiginlega allt stríðið þar sem að Þjóðverjar sigruðu flest lönd án þess að Ítalía fékk sína sneið af kökunni.
Auk þess réðist Hitler inn í Rússland án þess að láta Mussolini vita, og Mussolini hefndi sín svo með því að ráðast inn í Grikkland án þess að láta Hitler vita.
Ekki mikil vinátta þar á ferðum.
Auk þess tóku Ítalir upp gyðingalög, nasista-kveðju og þetta undarlega göngulag allt út af þrýstingi frá Þjóðverjum.
Allt vegna þess að Ítalía var háð Þýskalandi í innflutning, auk þess sem að enginn annar studdi Mussolini.