Nú er hver er besti forseti BNA riðlakeppnin hafin. Einum erfiðasta riðlinum er lokið, þar sem George Washington og Thomas Jefferson áttust við en báðir eru jú með andlit sín á Mt. Rushmore. Í byrjun leit út fyrir að Thomas hefði forystu en nú í lokin virðist George ætla að hafa það.
Afrek Thomasar: Málfrelsi í stjórnarskrá, (byssueign líka, að mínu mati mínus), minnkuð völd ríkisins, lægri skattar. Batt enda á sjórán frá N-afríku.
Mistök Thomasar: Að frelsa ekki þrælana sína þrátt fyrir að segjast vera á móti þrælahaldi, viðskiptabann á England sem leiddi til risavaxinnar kreppu.

Afrek George: Á stærstan hlut í sigri BNA manna á bretum af öllum einstaklingum, afþakkaði konungstign og takmarkaði völd forsetans.
Mistök George: Þrælahaldari, bældi niður uppreisnir á blóðugan hátt.

Nú er spennandi að sjá hver vinnur seinni riðilinn.