Ég myndi nú ekki kalla mig safnara enn ég á þó nokkrar medalíur og eitt skotbelti. Enn allt mitt dót kom frá honum afa mínum, sem var svo elskulegur að gefa mér þetta, þó svo að hann eigi mun fleiri og eldri barnabörn enn mig.
Já svona eru þessir afar frábærir, já hann afi er alveg afar frábær ;)
Ég get nú harla sagt neitt um þær nema hverslenskar þær eru og þær eru; 3 þýskar, 2 rússnenskar, 1 frönsk, 4 breskar, 2 bandarískar og síðan 1 ítölsk. Þykir mér þetta bara ósköpin öll gott safn…
hann er einhversstaðar inni í geymslu. En þetta er standard m1 Garand úr fyrri heimsstyrjöldinni (s.s. engin eftirlíking). Þetta kom víst frá setuliðinu sem var á Reyðarfirði á Austurlandi og fannst þar inni í ísblokk í á uppi í fjalli. Hann hefur elst ágætlega þar inni og fátt er að nema að þú getur ekki fært miðarann upp og niður eins og var hægt og það þurfti að skipta um stykki framaná honum. Veit ekki hvernig kúlurnar komu, en þær eru í svona skotfæraboxi úr WW2.
ég á eitthvað af breskum merkjum og svo merki rúsnesks sjómanns og sona lauf á jakkann en það er ekki úr WWII og það er alvöru pabbi fékk það í skiptum fyri amerískann sígarettu pakka:D
Ég á sjálfur helling af amerísku dóti(þó að ég sé hrifnari af þýsku.) eins og hulstur fyrir Colt .45 og skóflu sem að hægt er að pakka saman og hjálm o.f.l. allt úr WWII
Alveg sammála, ég átti heima í Osló í 4,5 ár og leit nokkrum sinum þangð inn, keypti sömuleiðis nokkra hluti þar, t.d. norkt herbelti(bresk hönnum) bakpoka o.f. En sem fyrr segir, snildar safn!
Ég á eitthvern einn notaðann hjálm og eina hershöfðingja húfu sem er ónotuð en lá bara í geymslu allan tíman. Þetta drasl fann ég bara uppi á hálofti eða eitthvað svoleiðis.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..