Það er nú eiginlega farin að myndast hefð fyrir því að spjalla aðeins um kannanirnar. Góð könnun þessi með forsetunum, sjálfur valdi ég Clinton og kom mér lítið á óvart að hann skyldi vera vinsælastur.

Ég velti þó Nixon fyrir mér, og alls ekki að ástæðulausu finnst mér allaveganna. Hann kom aftur á samskiptum við Kína og átti stóran þátt í að opna þann markað fyrir BNA, sem í dag er þeirra stærsti viðskiptavinur. Í hans tíma tóku BNA menn að draga sig úr Víetnam og sömdu frið við N-víetnama.

Báðir lentu í sköndulum, Nixon talsvert alvarlegri eflaust.