Hvað veit ég, ég hef bara B.A.- gráðu í heimspeki, grísku og latínu frá HÍ og er doktorsnemi í fornfræði við Princeton háskóla; orðabókin mín hlýtur að vera röng og Heródótos og Þúkídídes hljóta að hafa kunnað grísku verr en sagnfræðingurinn sem skrifaði sögubókina :)
Dæmi um að orðið merki almenning eða prívat persónu, sjá Heródótos I.53, VII.3, Þúkýdídes I.124 og Platon, Samdrykkjuna 185B. Sbr. Platon, Ríkið 578C.
Dæmi um að orðið merki mann sem er ekki í opinberri stöðu eða embætti, sjá Heródótos I.123, Þúkídídes IV.2, Lýsías V.3 og Andókídes I.84 (þar sem hann vitnar í aþensk lög).
Dæmi um að orðið merki ólærðan mann, sjá Þúkídídes II.48, Platon, Þeætetos 178C, Prótagóras 345A og Lögin 933D. Sbr. Aristóteles, Stjórnspekin 1266a31.
Demosþenes notar orðið eins og höfundur sögubókarinnar einu sinni (X.70), en eigi að síður er eins og ég segi langsamlega algengast að orðið merki bara almúgamann, prívat einstakling eða mann sem er ólærður. Þannig nota sagnaritararnir Heródótos og Þúkídídes orðið, þannig nota heimspekingarnir Platon og Aristóteles orðið og þannig nota ræðumennirnir Andókídes og Lýsías orðið.
___________________________________