Það ætti öllum að vera ljóst að það er ekkert eitt rétt svar við spurningunni um hvaða rómverski keisari hafi staðið sig best. Hins vegar er hægt að færa misgóð rök fyrir því að einn fremur en annar hafi gert það.

Meirihluti þátttakenda virðist velja annað hvort Ágústus eða Markús Árelíus. Það má vissulega færa góð rök fyrir þeim svörum. Hins vegar kom mér á óvart hversu fáir hafi valið Trajanus eða Antoninus Pius - sem sagnfræðingar og fornfræðingar telja margir að hafi staðið sig einna best. Og enginn af 76 þátttakendum valdi Hadríanus, sem stóð sig (að mínu mati) að minnsta kosti jafnvel og Markús Árelíus.

Þetta eru svolítið athyglisverðar niðurstöður.
___________________________________