Foreldrar hans skýrðu hann Josif Víssaríonovítsj Dzhúgashvílí en hann breytti því í Josif Víssaríonovítsj Stalin.
Stalín fæddist í Gorí í Georgíu 21 desember 1879.
Fram til ársins 1917 var Stalín oft fangelsaður
Eftir byltinguna 1917 vann hann mikið með helstu leiðtogum Sovétríkjanna, Lenin og Trotsky.
Stalin gekk í stjórnmálaflokk sem bar nafnið Bolsévikaflokkurinn.
Í októberbyltingunni árið 1917 komst Bolsévikaflokkurinn til valda
í Rússlandi, Úkraínu, Hvíta Rússlandi og fleiri ríkjum og fengu þau formlega heitið Sovétríkin 1923. Lenin tók við völdum en valdatími hans var ekki langur því að hann lést árið 1924.
Þá gerðist Stalin formaður Bolsévíkaflokksins.
Á banabeði Lenins varaði hann flokksmenn sína við Stalin.
En Stalin var of klókur. Hann sendi Trotsky í útlegð og tók völdin.
Í Sovétríkjunum var 1928 kallað stýrislausa árið. Þá lauk að fullu tíma Leníns og við tók tími Stalíns.
Stalin taldi það út í hött að öll ríki myndu sjálfkrafa verða kommunistaríki án áróðurs og byrjaði að reyna að útbreiða sósíalisma. Hann sagði að Sovétríkin væru nógu stór ein og sér til að dreifa stefnunni um heiminn. Þetta gerðist aldrei.
Þegar Stalín varð fimmtugur 1929 var hann orðinn leiðtogi og einræðisherra Sovétríkjanna.
Stalín varð þekktur fyrir mikla harðstjórn og pólitískar ofsóknir gegn fólki sem talið var andsnúið kommúnistum. Hann setti alla andstæðinga sína í fangelsi, þrælkunarbúðir eða lét drepa þá.
Árið 1933 lét Stalín tæma allar korn geymslur í Úkraínu til þess að selja til útlanda. Sjö milljónir manna dóu í “brauðkörfu” Sovétríkjanna.
Stalin taldi það út í hött að öll ríki myndu sjálfkrafa verða kommunistaríki án áróðurs og byrjaði að reyna að útbreiða sósíalisma.
Hann sagði að Sovétríkin væru nógu stór ein og sér til að dreifa stefnunni um heiminn. Þetta gerðist aldrei. Þótt að seinni heimstyrjöldin hafi ekki byrjað fyrr en árið 1939 hafði hún langan aðdraganda
en á þessum tíma voru Sovétríkin orðin eitt af stærstu ríkjum heims.
Stalin var mjög tortrygginn maður og lét hann efla mjög varnirnar í kringum Sovétríkin.
Einnig hurfu milljónir manna en talið er að þeir hafi verið sendir í Gúlagið en það voru fangabúðir í Síberíu. Í fyrstu gerði Hitler bandalag við Sovétríkin því að hann vildi ekki heyja stríð á tveimur vígstöðum
og skiptu Hitler og Stalín Póllandi á milli sín.
En 1941 gafst Hitler upp á að bíða lengur en þá hafði dregist að Þjóðverjar ynnu fullnaðarsigur á Bretlandi.
Hann réðst inn í Sovétríkin um veturinn. Í fyrstu gekk Sovétríkjunum mjög illa og Þjóðverjar hertóku stór landssvæði en stoppuðu í borg sem hét Stalingrad en ber nú nafnið Volgugrad. Sovétríkin lögðu mikla áheyrslu á að verja borgina af tveimur ástæðum.
Handan hennar eru mjög mikilvægar olíulindir og ef að Sovétríkin hefðu misst þær þá hefðu þá skort olíu.
Hin ástæðan var sú að borgin var skírð í höfuðið á Stalin.
Þjóðverjar hefðu ekki þurft að taka borgina en Hitler fannst það nauðsynlegt vegna þess að hún var skírð í höfuðið á Stalin!!
Kveðja Steinar Orri.