Skilgreining nasista á gyðingi var fremur víð. Það var t.d. nóg - minnir mig - að eiga annað hvort einn afa eða eina ömmu sem var gyðingur til þess að verða sjálfur stimplaður gyðingur. Þannig ofsóttu nasistar ekki bara trúaða gyðinga heldur líka gyðinga sem höfðu snúist til annarrar trúar.
Sumir telja að Hitler hafi haft þetta svona vegna gyðingsins sem hann kynntist í barnaskóla í Linz og hann segir í bók sinni að hafi verið fyrsti gyðingurinn sem fór í taugarnar á honum. Sá gyðingur er sagður hafa verið heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein, sem var vissulega skráður nemandi í skólanum í Linz en þó ekki sem gyðingur, enda voru foreldrar hans ekki trúaðir gyðingar. Þú getur lesið meira um það í bókinni The Jew of Linz eftir Kimberly Cornish, en þótt Cornish nái að sýna fram á að Wittgenstein hafi verið nemandi þarna í skólanum og eitt og annað sem haldið er fram í bókinni fái staðist ber þó að hafa varann á við lestur þessarar bókar sem er ekkert alltof vel unnin (raunar eru helstu niðurstöður bókarinnar bara bull og vitleysa, held ég, og engan veginn næilega vel rökstuddar).
___________________________________