Kínverski herinn (People's Liberation Army) er stærsti landher veraldar með yfir 2 milljónir manna undir vopnum. Þess ber þó að geta að auðvitað eru ekki allir þessir menn, og konur, hermenn í þeim skilningi að þeir yrðu í fremstu víglínu. Eins og í öðrum herjum er stór hluti mannaflans til stuðnings herdeildum sem berjast. Kínverjar hafa unnið að niðurskurði heraflans og 2003 var ákveðið að fækka um 500 þúsund annarsvegar og síðar um 200 þúsund og þá verður heildarfjöldi hermanna innan við 2 milljónir.
Síðan koma Bandaríkin, Indland og Norður Kórea (í þeirri röð).<br><br>______________________________
“If it ain't War, it ain't History!”
______________________________
______________________________