Ég man ekki eftir því að það hafi verið neinir formlegir samningar en Rússar höfðu áhuga á því að móta og stjórna svæðinu og lýstu þeir sig því sem verndara allra slavnskra þjóða. Hversu langt vilji þeirra gekk í þá áttina er kannski umdeilanlegt en þeir voru allaveganna ekki tilbúnnir til þess að leyfa öðru ríki (Austurríki/Ungverjalandi) að hertaka svæðið.
Serbar höfðu ekki áhuga á því að fara í stríð gegn Austurríki/Ungverjalandi og reyndu hvað sem þeir gátu til að koma í veg fyrir það sjálfir. Eða allaveganna eins langt og maður getur gert án þess að líta út fyrir að vera nauðbeygður. Austurríki/Ungverjaland vildi hinsvegar kenna þeim lexíu fyrir að vera svona sjálfsstæðir eins og þeir vildu sjálfir verða sem þeir töldu vera móðgun við mikilfengleika ríkis síns. Einnig voru þeir dregnir áfram af Bethman Hollweg sem var að því er mig minnir utanríkisráðherra Þýskalands þá. Hann taldi Austurríkismönnum í trú um að Þýskaland myndi styðja við bakið á þeim. Með stuðning yfirlýstan stuðning Þýskalands við bakið á sér töldu þeir að sigurinn yrðir auðveldur og að það myndi jafnvel letja Rússa til þess að koma til hjálpar. Stríðið hófst svo með stórskotaárás Austurríkis/Ungverjamanna yfir einhverja á að því er mig minnir.
Þú verður að fyrirgefa þó ég skrifi oft “að því er mig minnir” enda er þetta allt haft upp eftir minni:)
Stríð milli Rússa og Þjóðverja var samt ekki öruggt jafnvel þó að Austurríki/Ungverjaland hefði þegar lýst yfir stríði gegn Serbíu.
Wilhelm ll og Nicholas ll voru minnir mig frændur, eða altént nægilega miklir kunningjar til þess að senda hvor öðrum bréf sem voru mjög innileg og vinalega. Þeir höfðu meira að segja nokkurs konar stytt nöfn fyrir hvern annan sem bendir til þess að bréfin voru ekki mjög formleg. Þegar aðdragandi stríðsins var að nálgast sendi Nicholas Wilhelm oft bréf til þess að reyna að fá hann til þess að hætta uppbyggingu Þýska hersins og reyna að fá Austurríkismenn til að hætta við stríðið. Wilhelm svaraði og bað Nicholas sömuleiðis að hætta uppbyggingu Rússneska hersins.
Þrátt fyrir að vera góðir kunningjar þá varð stríð á milli þessara ríkja.
Ég veit ekki hvort að ég ætti að skrifa meira og læt þetta duga.
Rock on.
Greatness.