World at War þættirnir eru án efa bestu heimildarmyndir um síðari heimstyrjöldina sem ég hef rekist á. Þetta er um 25 þættir ásamt bónus þáttum. Hver þáttur fjallar um einn hlut eða atburð og er farið mjög nákvæmt í hlutina. Hver þáttur er um klst.
Þættirnir voru gefnir út árið 1974 og hafa þá sérstöðu að þeir taka á öllu stríðinu (undanfara þess, stríðinu sjálfu og ýmsu öðru sem tengist stríðinu).
Þar sem þættirnir eru gerðir í kringum 1974 innihalda þeir viðtöl við marga merkilega aðila m.a. Karl Dönitz, Albert Speer og Traudl Junge (ritara Hitlers).
Að mínu mati eru þættirnir óvenju hlutlausir, enda um Breska þáttaröð að ræða. Þeim er ekki ætlað að búa til spennu, heldur kynna söguna á heiðarlegan hátt.
Þættirnir eru framleiddir af Sir Jeremy Isaacs sem hefur fengið allmörg verðlaun fyrir þættina. Aðal þulur þáttanna er Laurence Olivier. Laurence er án efa mjög góður þulur og rödd hans lýsir alvarleika málsins og gefur þáttunum mikla dramatík.
Ég kynntist World At War þegar ég rakst á þá á History Channel, ég horfði í smástund og varð heltekinn. Ég ákvað strax að kaupa mér DVD safnið.
DVD safnið kemur á 5 diskum og innihalda báðar hliðar efni. Meðal aukaefnis er kynning Sir Jeremy Isaacs á hverjum þætti þar sem hann segir m.a. frá gerð þáttanna. Einnig er langt viðtal við Traudl Junge, fjallað um dauða Hitlers og fleira.