Ég sé enga ástæðu til að gera þetta að sprænukeppni. Mér finnst glæpir þjóðverja hafa verið mun svívirðilegri og ómannúðlegri, svo ekki sé talað um skipulagðri. Öll stefna Þriðja ríkisins var andstæð friði og samlífi. Bretland var hins vegar forsprakki þeirra þjóða sem sáu lýðræði í heiminum ógnað (og auðvitað stöðu sinni í Evrópu) og þarna sé ég meginmuninn liggja. Það réttlætir ekki stríðsglæpi eða hryðjuverk, en markmið þeirra var þó verðugt.
Ég efast um að ég getir fundið út hver heimildamyndin var. Það að hún sé gömul gerir hana engu verri, því hér er um það nýja atburði að ræða að það hefur jákvæð áhrif að hún er gerð stuttu eftir þá. Það má segja að hún gæti því nánast verið frumheimild.
Ég skal reyna að sjá hvað ég get fundið hvað varðar tölurnar. Ég sé ekki alveg hvaða máli það skiptir samt, nema auðvitað þú viljir meina að skipulögð fjöldamorð nasista hafi verið “óveruleg”. Ef þetta er spurning um 1 milljón eða 6, er ljóst að hræðilegur glæpur var framinn og þessi þráður snerist aldrei, beinlínis, um sagnfræðifölsun á helförinni.
Það er þó nokkur mjög góð svör við grein á deiglunni þar sem er bent á heimildir í þessum efnum. Ég ætla að athuga þau, þar sem ég er verulega tímabundinn í jólafríinu mínu.
Á Vísindavef HÍ er samt ágætis <a href="
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3568“>pistill</a> um helförina eftir Gísla Gunnarsson, prófessor. Kom mér á óvart að hann hafi skrifað svarið, þar sem ég hélt að hann hefði sérhæft sig í sögu Íslands á nýlendutímanum, eða þar um bil, en þetta stemmir, ef mig misminnir ekki, við það sem ég hef áður heyrt frá Val Ingimundarsyni dósent, um þetta efni. Valur kennir samtímasögu.<br><br>-
”I am my words.“ - Bob Dylan
<font color=”white">FNORD</font