——————————————————————–
<b>16. nóv.</b>

<b>1624:</b> Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal fauk í norðanveðri og
brotnaði gersamlega. Hún hafði staðið í tvö hundruð og þrjátíu ár.

<b>1907:</b> Standmynd af Jónasi Hallgrímssyni var afhjúpuð í
tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá fæðingu skáldsins.
Styttan er eftir Einar Jónsson og var sú fyrsta sem hér var sett upp
eftir Íslending, annan en Thorvaldsen. Hún var fyrst Amtmannsstíg í
Reykjavík en var flutt í Hljómskálagarðinn árið 1947.

<b>1917:</b> Reykjavíkurhöfn var tekin í notkun. Danskir verktakar
afhentu bæjaryfirvöldum höfnina og telst það stofndagur hennar.

<b>1938:</b> Minnisvarði eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara var
afhjúpaður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði í
Reykjavík.

<b>1946:</b> Jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar skálds voru
lagðar í moldu í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, á afmælisdegi
skáldsins. Þjóðminjavörður hafði látið grafa þær upp úr
Assissten-kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn.

<b>1957:</b> Nonnahús á Akureyri var opnað sem minjasafn þegar
hundrað ár voru liði frá fæðingu Jóns Sveinssonar rithöfundar.
———————————————————————
<b>17. nóv.</b>

<b>1913:</b> Fréttamyndir, hinar fyrstu íslensku, birtust í
Morgunblaðinu. Þetta voru dúkristur sem voru gerðar vegna morðmáls í
Dúkskoti í Reykjavík.

<b>1938:</b> Vikan kom út í fyrsta sinn. Ritstjóri var Sigurður
Benediktsson. Blaðið hefur komið út sjaldnar en vikulega síðustu ár.

<b>1939:</b> Starfsmannafélag ríkisstofnanna, SFR, var stofnað. Það
er fjölmennasta aðildarfélag BSRB.

<b>1940:</b> Akureyrarkirkja var vígð. Hún var þá stærsta guðshús
íslensku þjóðkirkjunnar, rúmaði um 500 manns. Guðjón Samúelsson
húsameistari ríkisins teiknaði upp kirkjuna og réð umhverfi hennar,
en upp að henni liggja um hundrað tröppur.

<b>1946:</b> Þrjú hús í Þingholtunum brunnu til kaldra kola en mörg
önnur skemmdust mikið.

<b>1962:</b> Samvinnubankinn var stofnaður. Hann var sameinaður
Landsbankanum 1991.

<b>1974:</b> Danski píanóleikarinn og háðfuglinn Victor Borge kom
fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar.

<b>1983:</b> Stærsta verslun landsins, Mikligarður, var opnuð í
Reykjavík. Verslunin var 47 fermetrar. Fyrirtækið sem rak hana varð
gjaldþrota sumarið 1993.

<b>1984:</b> Jón Baldvin Hannibalsson var kosinn formaður
Alþýðuflokksins en hann bauð sig fram sem formaður í fjögur ár.

<b>1988:</b> Linda Pétursdóttir, 18 ára fjölbrautarskólanemi frá
Vopnafirði, var kosin Ungfrú heimur. Hún hlaut einnig titilinn Ungfrú
Evrópa.
———————————————————————
<b>18. nóv.</b>

<b>1709:</b> Biskupstofan á Hólum í Hjaltadal brann til kaldra kola.
Tapaðist þar mikið af dýrgripum og barn brann inni.

<b>1897:</b> Blaðamannafélag Íslands var stofnað. Það er
stéttarfélag blaðamanna og fréttamanna.

<b>1920:</b> Matthías Jochumsson skáld og prestur lést, rúmlega 85
ára. Hann hefur verið talinn eitt helsta skáld rómantísku stefnunnar
á Íslandi. Matthías orti m.a. þjóðsönginn <i>Ó Guð vors land</i> og
samdi leikrit, t.d. <i>Útilegumennina</i>, en það var síðar nefnt
<i>Skugga-Sveinn</i>.

<b>1981:</b> Áttunda hrina Kröfluelda hófst. Mestur kraftur var í
gosinu fyrstu tvo tímana en því lauk á fimm dögum.
———————————————————————
<b>19. nóv.</b>

<b>1594:</b> Hvítá í Árnessýslu þornaði upp á tveimur stöðum í stormi.
Í Skarðsárannál er sagt að gengi hafi verið þurrum fótum út í hólma í
ánni.

<b>1875:</b> Eirmynd af Bertel Thorvaldsen, eftir hann sjálfan, var
afhjúpuð með viðhöfn á Austurvelli, á 105 ára afmæli listamannsins.
Hún var gjöf Kaupmannahafnar til Íslands, í tilefni af þúsund ára
afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Styttan var flutt í
Hljómskálagarðinn árið 1931. Þetta var fyrsta “myndstytta” sem
Íslendingar eignuðust.

<b>1875:</b> Thorvaldsensfélagið, elsta kvenfélagið í Reykjavík, var
stofnað á afmælisdegi Bertels Thorvaldsens. Stofnendur voru 24. Á
stefnuskrá félagsins voru mannúðar- og menningarmál, til dæmis rak
það handavinnuskóla fyrir fátækar stúlkur fram yfir aldamót.

<b>1899:</b> Fríkirkjusöfnuður var stofnaður í Reykjavík. Kirkja
safnaðarins (við Fríkirkjuveg) var vígð árið 1903 og stækkuð tveim
árum síðar.

<b>1919:</b> Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað. Nafni þess
var síðar breytt í Hjúkrunarféla Íslands.

<b>1946:</b> Ísland fékk aðild að Sameinuðu þjóðunum þegar gengið
var að sáttmála þeirra í samræmi við ályktun Alþingis.

<b>1959:</b> Auður Auðuns var kjörin borgarstjóri í Reykjavík, ásamt
Geir Hallgrímssyni. Hún var fyrst kvenna til að gegna þessu embætti
og var borgarstjóri í tæpt ár.

<b>1974:</b> Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Þar með hófst
rannsókn umfangsmesta sakamáls síðari ára. Í febrúar 1977 lágu fyrir
játningar þriggja manna um að þeir hefðu orðið Geirfinni að bana.
Dómur yfir þeim og tveim öðrum var kveðinn upp í febrúar 1980.

<b>1983:</b> Fyrsta bjórkráin í Reykjavík, Gaukur á Stöng, var opnuð
þar var selt svonefnt bjórlíki þar til sala bjórs var heimiluð.
———————————————————————
<b>20. nóv.</b>

<b>1763:</b> Hóladómakirkja, sú sem enn stendur, var vígð. Hún var
byggð fyrir gjafafé frá Danmörku og Noregi.

<b>1772:</b> Snjóflóð féll á tvo bæi á Látraströnd við Eyjafjörð.
Fjórir fórust. Manni var bjargað úr flóðinu tíu dögum eftir að það
féll.

<b>1959:</b> Viðreisnarstjórnin, samsteypustjórn Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks undir forsæti Ólafs Thors, tók við völdum. Hún sat
til 14. júlí 1971, með nokkrum breytingum, eða í 11 ár og 236 daga,
lengur en nokkur önnur íslensk ríkisstjórn.

<b>1993:</b> Atkvæðagreiðsla var um sameiningu sveitarfélaga. Þeim
hefði getað fækkað ú 196 í 43 en aðeins ein tillaga af 32 var
samþykkt.
———————————————————————-
<b>21. nóv.</b>

<b>1931:</b> Leikrit var flutt í fyrsta sinn í Ríkisútvarpinu. Það
voru kaflar úr <i>Bóndanum á Hrauni</i> eftir Jóhann Sigurjónsson.

<b>1984:</b> Kynntar voru niðurstöður könnunar Hagvangs á gildismati
og mannlegum viðhorfum. Þær sýndu að Íslendingar væru hamingjusamasta
þjóð í heimi, mjög trúhneigðir og stoltir af þjóðerni sínu.

<b>1993:</b> Endurvarp hófst frá nokkrum erlendum sjónvarpsstöðvum,
í samvinnu við Stöð 2, undir heitinu Fjölvarp.
———————————————————————-
<b>22. nóv.</b>

<b>1907:</b> Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt og kjörgengi
til sveitarstjórna og nýttu sér hann nokkrum mánuðum seinna. Alþingi
féllst ekki á að allar konur fengju þennan rétt fyrr en tveim árum
síðar.

<b>1907:</b> Vegalög voru staðfest. Þá var ákveðið að hér á landi
skyldi vera vinstri umferð. Það var einkum gert vegna ríðandi kvenna
sem notaði söðla og sat með báða fætur á vinstri síðu hestsins. Ekki
var skipt í hægri umferð fyrr en 26. maí 1968.

<b>1979:</b> Börn sáu um meginhluta dagskrár Ríkisútvarpsins, í
tilefni af ári barnsins.
———————————————————————-<br><br>———————————————————
<i>“When I Die Bury Me Upside Down So The World Can <b>KISS MY ASS”</b></i>
<b>Stóð á hjálmnum hans Charlie Sheen í myndinni Platoon</b>
———————————————————
Mér er <b>alveg</b> sama hvað þér finnst