Stórskemmtileg könnun! Það er úr vöndu að ráða, en ég varð að haka við MP44, enda var hann hárrétt þróun.

Ef einhvern riffil vantaði var það Tokarev SVT-38/SVT-40. Það voru prýðileg vopn að mörgu leyti. M1 Garand var útbreiddasti hálfsjálfvirki orusturiffillinn og maður rekst endalaust á skiptar skoðanir um það tæki. Það væri gaman að sjá rækilegan samanburð á M1 Garand, SVT-40 og G.43.

Besti boltalás orusturiffill fyrr og síðar er hins vegar mjög líklega hinn frábæri Lee Enfield. Eins og sagt var um helstu riffla WWI: The Mauser is a hunting rifle, the Springfield (1903 Springfield, nánast amerískur Mauser) is a target rifle and the Enfield is a battle rifle.

10 skot, hraðvirkasti boltinn og mikill áreiðanleiki.<br><br>-
Það er alltaf gaman í aðdáendaklúbb Mal3. Sjáðu bara hvað aðrir hafa haft að segja:
“Mal3: Hvað er eiginlega að þér? Þykist vera einhverskonar ritstjóri og besservisser sem þarf alltaf að vera með eitthvað djöfulsins vesen.

Ekki veit ég hvað þú heldur að þú sért, sennilega vinnuru á kassa í ÁTVR og ert að öllum líkindum ófríður og reynir að bæta það upp með því að segja hluti eins og ”Ég rétt leit á greinina og hún leit út fyrir að vera í lagi, slatti af stafsetningarvillum samt“…….

Af hverju þarftu að vera svona neikvæður og alltaf að koma með leiðinleg svör.

Að mínu mati ertu fífl.”
-ibbets