——————————————————————–
<b>9.nóv.</b>

<b>1148:</b> Ari fróði Þorgilsson sagnaritari lést, 81 árs.

<b>1794:</b> Skúli Magnússon lést í Viðey. Hann var fyrsti
Íslendingurinn sem var skipaður landfógeti og gegndi því embætti í
44 ár. Skúli var einn mest áberandi maður síns tíma og barðist m.a.
fyrir bættum verslunarháttum og meiri iðnrekstri. Hann bjó lengi í
Viðey og lét byggja þar íbúðarhús sem stendur enn.

<b>1932:</b> Gúttóslagurinn. Átök urðu í Reykjavík þegar
bæjarstjórnin fjallaði um lækkun launa í atvinnubótavinnu. Fundurinn
var haldinn í Góðtemplarahúsinu.

<b>1985:</b> Minnisvarði um Matthías Jochumsson skáld var afhjúpaður
í Skógum í Þorskafirði, en þar fæddist hann 150 árum áður.

<b>1986:</b> Tveim hvalbátum var sökkt við Ægisgarð í
Reykjavíkurhöfn. Líklegt var talið að sendimenn
hvalfriðunarsamtakanna Sea Shephars hefðu verið þar að verki.
———————————————————————
<b>10.nóv.</b>

<b>1848:</b> Sérstök stjórnardeild var stofnuð í Kaupmannahöfn til að
annast málefni Íslands, Færeyja og Grænlands. Brynjólfur Pétursson
lögfræðingur var fyrsti formaður hennar.

<b>1913:</b> Farþegar voru fluttir með járnbrautarlest í fyrsta og
eina skipti hér á landi. Verktakar við Reykjavíkurhöfn breyttu
vöruflutningarvögnum til að geta flutt blaðamenn og fleiri frá
höfninni að Öskjuhlíð.

<b>1928:</b> Brúin yfir Hvítá í Borgarfirði, hjá Ferjukoti, var vígð.
Steinbogar eru tveir, hvor um sig 50 metrar á lengd. Brúin þótti mikið
mannvirki og veglegt á sínum tíma.

<b>1944:</b> Þýskur kafbátur sökkti flutningaskipinu Goðafossi út af
Garðskaga en skipið var að koma frá Bandaríkjunum. tuttugu og fjórir
fórust en nítján var bjargað.

<b>1949:</b> Þjórsárbrú var vígð og opnuð fyrir umferð. Lengd
brúargólfsins er 109 metrar. Breidd milli handriða er 4,9 metrar en
var 3,3 metrar á gömlu brúnni frá 1895.

<b>1967:</b> Strákagöng voru formlega tekin í notkun. Þau voru þá
lengstu veggöngin, um 800 metrar. Þar með komst Siglufjörður í
vegasamband allt árið.

<b>1984:</b> Suðurlína var tekin í notkun og lauk með því
hringtengingu raforkukerfis landsins. Framkvæmdir við svonefndar
byggðalínur stóðu í tólf ár.

<b>1990:</b> Pétur Guðmundsson bætti þrettán ára gamalt Íslandsmet
Hreins Halldórssonar í kúluvarpi, kastaði 21,26 metra.
———————————————————————
<b>11.nóv.</b>

<b>1918:</b> Lokum heimstyrjaldarinnar fyrri var fagnað víða um lönd.
Í Reykjavík blöktu fánar þó í hálfa stöng vegna spænsku veikinnar.

<b>1920:</b> Matthías Jochumsson var gerður að heiðursborgara
Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands. Skáldið
átti 85 ára afmæli þennan dag en lést viku síðar.

<b>1943:</b> Pétur Hoffmann Salómonsson barðist einn við bandaríska
hermenn, að eigin sögn, í Selsvör í Reykjavík og hafði betur.

<b>1962:</b> Leikritið <i>Hart í bak</i> eftir Jökul Jakobsson var
frumsýnt hjá leikfélagi Reykjavíkur. Það naut meiri vinsælda en dæmi
voru um og var sýnt 205 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi.

<b>1994:</b>
———————————————————————
<b>12.nóv.</b>

<b>1967:</b> Síðustu tíu íbúarnir fluttu úr Flatey á Skjálfanda.
Nokkrum árum áður bjuggu þar um hundrað manns.

<b>1974:</b> Þórbergur Þórðarson rithöfundur lést, 85 ára. Jakob
Benediktsson sagði að hann hefði verið “einn mesti stílsnillingur
sem við höfum nokkru sinni átt”. Meðal þekktustu bóka Þorbergs eru
<i>Bréf til Láru, Íslenskur aðall, Ofvitinn</i> og ævisaga Árna
Þórarinssonar.

<b>1991:</b> Gjaldþrotaskipta var óskað fyrir Íslenska stálfélagið
hf. við Hafnarfjörð. Verksmiðja félagsins hafði verið tekin í notkun
maí árið áður.
———————————————————————
<b>13.nóv.</b>

<b>1939:</b> Þýska flutningaskipið Parana sökk út af Patreksfirði.
Áhöfnin yfirgaf skipið daginn áður og var tekinn til fanga af breska
herskipinu Newcastle. Þetta var fyrsta þýska skipið sem sökkt var við
strendur Íslands í síðari heimsstyrjöldinni.

<b>1946:</b> Vestmannaeyjarflugvöllur var formlega tekinn í notkun.
Flugbrautin var 800 metrar á lengd og var mesta mannvirki sinnar
tegundar sem unnið hafði verið fyrir íslenskt fé.

<b>1963:</b> Handritastofnun og Háskóli Íslands minntust þess að þrjár
aldir voru liðnar frá fæðingu Árna Magnússonar.

<b>1973:</b> Samningur við breta um lausn landhelgisdeilunnar var
samþykktur á Alþingi, rúmlega ári eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar
í 50 sjómílur.
———————————————————————-
<b>14.nóv.</b>

<b>1894:</b> Sjóamnnafélagið Báran var stofnað í Reykjavík. Það var
fyrsta íslenska sjómannafélagið.

<b>1917:</b> Lögræðislög voru staðfest. Samkvæmt þeim urðu menn
sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Fjárræði var lækkað í 20 ár 19.
des. 1967 og í 18 ár 1. okt. 1979.

<b>1930:</b> Hitaveita Reykjavíkur, fyrsta heitaveita á Íslandi var
tekin í notkun. Lögð var 2800 metra leiðsla frá þvottalaugunum í
Laugardal og 70-80 hús tengd veitunni, m.a. Landspítalinn og
Sundhöllin. Boranir eftir heitu vatni hófust árið 1928.

<b>1956:</b> Togarinn Fylkir, sem var eitt aflasælasta skip flotans,
sökk norður af Straumsnesi eftir sprengingu af völdum tundurdufls.
Togarinn Hafliði bjargaði allri áhöfninni.

<b>1963:</b> Surtseyjargosið. Eldgs hófst á hafsbotni suðvestur af
Vestmannaeyjum. Þar sem áður var 130 metra dýpi kom upp eyja sem
nefnd var Surtsey. Gosið stóð með hléum í þrjú og hálft ár, fram í
júní 1967, og mun vera með lengri gosum frá upphafi Íslandsbyggðar.
Surtsey var stærst 2,7 ferkílómetrar en hefur minnkað um nær helming.
Eyjan var hæst 174 metrar.

<b>1963:</b> Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum og sat í
tæp sjö ár. Hún var hluti af svonefndri viðreisnarstjórn.

<b>1983:</b> Tómas Guðmundsson skáld og rithöfundur lést, 82 ára. Hann
var einna fyrstur til að yrkja um Reykjavíkurlíf og vakti verulega
athygli árið 1933 með ljóðabók sinni <i>Fögru veröld</i>. Meðal síðari
bóka hans eru <i>Fljótið helga</i> og <i>Heim til þín Ísland</i>.
Tómas ritaði einnig frásöguþætti.

<b>1985:</b> Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára fóstra úr Garðabæ, var
kosin ungfrú heimur (Miss World). Hún var einnig kosin fegursta
stúlka í Evrópu.
———————————————————————-
<b>15.nóv.</b>

<b>1888:</b> Kertaljós voru í nær hverjum glugga í miðbæ Reykjavíkur
til heiðurs Kristjáni konungi níunda sem þá hafði verið við völd í
aldarfjórðung. Bærinn var fánum prýddur og Austurvöllur skreyttur með
marglitum ljóskerjum.

<b>1969:</b> Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð að
frumkvæði Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar. Samtökin áttu
aðild að ríkisstjórn 1971-74 en buðu síðast fram í
sveitastjórnarkosningum 1978.

<b>1978:</b> Mesta slys íslenskarar flugsögu var þegar 197 manns
fórust er þota sem var í eigu Flugleiða hf. hrapaði í lendingu á
Colombo á Sri Lanka. Flugvélin var í pílagrímaflugi. Átta íslenskir
flugliðar létust en fimm komust lífs af.

<b>1985:</b> Kröpp lægð fór yfir landið. Járnplötur fuku af húsum og
eitt elsta tré í Reykjavík brotnaði. Flutningaskipið Urriðafoss
slitnaði frá bryggju á Grundartanga og rak á land en náðist á flot
nokkrum dögum síðar.

<b>1990:</b> Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að gefa afgreiðslutíma
verslana frjálsan.
———————————————————————-<br><br>———————————————————
<i>“When I Die Bury Me Upside Down So The World Can <b>KISS MY ASS”</b></i>
<b>Stóð á hjálmnum hans Charlie Sheen í myndinni Platoon</b>
———————————————————
Mér er <b>alveg</b> sama hvað þér finnst