Vegna góðrar tillögu Mal3 ætla ég að senda “dagatalið” inn vikulega.
——————————————————————-
<b>26. Okt.</b>

<b>1927:</b> Gagnfræðaskólanum á Akureyri var veitt heimild til
að útskrifa stúdenta. Í kjölfar þess var hann nefndur
Menntaskólinn á Akureyri. Skólinn tók við af Möðruvallarskóla.

<b>1936:</b> Útvarpsþátturinn <i>Um daginn og veginn</i> hóf
göngu sína. Hann hefur verið lífseigasti útvarpsþátturinn.

<b>1961:</b> Eldgos hófst í Öskju í Dyngjufjöllum. Þetta var
allmikið hraungos sem þótti stórkostlegt á að horfa. Gosið stóð
fram í desember.

<b>1965:</b> Reykjanesbraut, milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur,
var formlega opnuð til umferðar, en þetta var fyrsti eiginlegi
þjóðveurinn sem var lagður bundnu slitlagi. Framkvæmdir tóku fimm
ár. Í nokkur ár var vegatollur innheimtur við Straumsvík af þeim
sem fóru um veginn.

<b>1986:</b> Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð. Hún hafði
verið í smíðum í 41 ár. Við vígsluna gengu um tvö þúsund
kirkjugestir til altaris, fleiri en nokkru sinni áður hér á landi.
——————————————————————–
<b>27. okt.</b>

<b>1674:</b> Hallgrímur Pétursson prestur og skáld lést, 60
ára að aldri. Hann var eitt helsta trúarskáld Íslendinga.
<i>Passíusálmar</i> hans hafa komið út oftar en sextíu
sinnum, fyrst 1666.

<b>1936:</b> Minnismerki um Niels R. Finsen var afhjúpað í
Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hann var við nám og lauk
við stúdentsprófi í júlí 1882. Finsen var brautryðjandi í
ljóslækningum og hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið
1903.

<b>1955:</b> Sænska akademían úthlutaði Halldóri Laxness
rithöfundi bókmenntaverðlaun Nóbels, fyrstum Íslendinga,
“fyrir að endurnýja hina miklu íslensku frásagnarlist”.
Hann veitti verðlaununum viðtöku í Stokkhólmi 10. desember.
———————————————————————
<b>28. okt.</b>

<b>1780:</b> Reynistaðabræður lögðu af stað úr Ártúnssýslu norður
Kjöl við fimmta mann, með 180 kindur og 16 hesta. Mennirnir fórust
allir í Kjalhrauni.

<b>1848:</b> Dómkirkja í Reykjavík var vígð, að viðstöddu fjölmenni,
eftir endurbyggingu.

<b>1981:</b> Fyrsta aflvél Hrauneyjarfossvirkjunar í Tungnaá var
gangsett. Afl virkjunarinnar er 210 megawött.

<b>1987:</b> Þátturinn <i>Á tali með Hemma Gunn</i> var í fyrsta
sinn á dagskrá Sjónvarpsins.
——————————————————————–
<b>29. okt.</b>

<b>1919:</b> Alþýðublaðið kom út í fyrsta sinn, undir ritstjórn
Ólafs Friðrikssonar. Lensgst af hefur Alþýðuflokkurinn gefið blaðið
út.

<b>1922:</b> Elliheimili tók til starfa í húsini Grund við
Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Hús ellikeimilsins við Hringbraut var
vígt átján árum síðan

<b>1925:</b> Íslenskir einnar og tveggja krónu peningar voru settir
í umferð.

<b>1965:</b> Niels Dungal prófessor lést, 68 ára. Hann var einn
þekktasti vísindamaður Íslendinga á sviði læknisfræði.
———————————————————————
<b>30. okt.</b>

<b>1936:</b> Stórtjón varð af sjávarflóði suðvestanlands. Elstu menn
á Seltjarnarnesi mundu ekki annað eins flóð.

<b>1982:</b> <i>Þjóðarátak gegn krabbameini</i>, landssöfnun til að
bæta aðstöðu Krabbameinsfélagsins, fór fram. Alls var safnað 13
milljónum króna (sem jafngildir nú 1994,(bókin kom út 1994) meira en
hundrað milljónum). Þetta var betri árangur en áður hafði náðst í
hliðstæðum söfnunum.

<b>1985:</b> Eduard Shevardnadze, þáverandi utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, kom í heimsókn til Íslands.
———————————————————————-
<b>31. okt.</b>

<b>1817:</b> Þriggja alda minningarhátíð siðbótar Lúthers var haldin
þennan dag og næstu tvo daga. Prestar minntust afmælisins í prédikunum
sínum og hús manna í Reykjavík voru uppljómuð með fjölda af ljósum.

<b>1931:</b> Strætisvagnar Reykjavíkur hófu akstur. Fyrsta leiðin var
Lækjartorg-Kleppur.

<b>1936:</b> Útgáfa þjóðviljans hófst. Hann studdi Kommúnistaflokkinn
og síðar Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið. Lengst af var
Þjóðviljinn dagblað en hann hætti að koma út í lok janúar 1992.

<b>1964:</b> Aldarafmælis Einars Benediktssinar var minnst og afhjúpuð
stytta af skáldinu á Miklatúni í Reykjavík.
———————————————————————–
<b>1. Nóv.</b>

<b>1197:</b> Jón Loftsson goðorðsmaður í Odda á Rangárvöllum lést, 73
ára. Hann var voldugastur höfðingja á íslandi um sína daga. Snorri
Sturluson var í fóstri hjá Jóni.

<b>1710:</b> Klukkan í dómkirkjunni á Hólum rifnaði “þá hringt var til
messu af engri orsök, svo menn vissu”, eins og segir í Mælifellsannál.

<b>1845:</b> Veðurathuganir hófust í Stykkishólmi. Þær hafa verið gerðar
óslitið síðan og er þetta elsta veðurathugunarstöðin hér á landi. Reist
hefur verið minnismerki um upphafsmann veðurathugananna, Árna
Thorlacius, við höfnina í Hólminum.

<b>1947:</b> Síldar var vart í Hvalfirði og veiðar hófust. Á rúmum
fjórum mánuðum veiddust 1100 þúsund mál á þessari vetrarsíldarvertíð sem
á sér ekki hliðstæðu.

<b>1961:</b> Vilhjálmur Einarsson stökk 175 án atrennu innanhúss það var
einum sentimetra hærra en skráð heimsmet.

<b>1967:</b> Almannagjá var lokuð fyrir bílaumferð vegna slysahættu og
með tilliti til hinna sögulega minja. Leiðin frá Reykjavík til Þingvalla
lengdist þá um fjóra kílómetra.

<b>1974:</b> Um tvö hundruð manns sátu miðilsfund á Hótel Loftleiðum, en
þetta var fjölmennasti fundur af þessu tagi hér á landi.

<b>1980:</b> Skúli Óskarsson setti heimsmet í réttstöðulyftu í 72 kg
þyngdarflokki á lyftingamóti í Laugardalshöll. Hann lyfti 315,5 kg og
bætti eldra met um 0,5 kg.

<b>1988:</b> Hjónin Margrét Þóra Baldusdóttir og Guðjón Sveinn
Valgeirsson eignuðust fjórar dætur. Þær voru skírðar Alexandra, Brynhildur,
Diljá og Elín. Þetta var fyrsta fjórburafæðingin hér á landi þar sem öll
börnin lifðu.

<b>1991:</b> <i>Hvíti víkingurinn</i>, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, var
frumsýnd. Myndin kostaði um 450 milljónir króna og var sú dýrasta sem
Íslendingur hafði gert.
—————————————————————————<br><br>———————————————————
<i>“When I Die Bury Me Upside Down So The World Can <b>KISS MY ASS”</b></i>
<b>Stóð á hjálmnum hans Charlie Sheen í myndinni Platoon</b>
———————————————————
Mér er <b>alveg</b> sama hvað þér finnst