Salve, kæru hugarar!

Fyrir ykkur sem eruð áhugamenn um Rómarveldi og fornaldarsögu bendi ég á mjög skemmtilegan leik á netinu, sem fjallar um Rómarveldi og er byggður upp með texta. Í þessum leik byrjar þú sem 17 ára aðalsmaður í Róm, með mikið af peningum og fjölskyldunafn á borð við Scipio, Aemilius eða Cornelius, og ferð af stað til að uppfylla drauma þína, halda uppi heiðri fjölskyldunnar og/eða þjóna föðurlandinu, Róm.
Þú getur gengið í herinn eða sjóherinn, hellt þér út í markaðinn, þjónað andlegum, listtengdum eða menningarlegum málum, og á endanum orðið herforingi, þingmaður eða jafnvel æðsti maður heimsveldisins. Mjög margt er hægt að gera og hæfilega mikið af fólki sem spilar leikinn. Eins og er er árið 179 f.kr. og stríð er háð við bæði Grikkland/Makedóníu og “Persaveldi”. Ég hvet alla sem hafa þolinmæðina og áhugann til að skrá sig í leikinn, urlið er hérna fyrir neðan:

<a href="http://romanempire3.coolfreepages.com/“>The Roman Empire 3</a>

Ruglubulli, a.k.a. Baerus Scipio
<br><br>——————————

ruglubulli 2003
,,Hvað er þetta líf sem allir virðast eiga en enginn notar?”
——————————