Ástandið var íslenskum körlum sjálfum um að kenna.
Auðvitað leituðu íslenskar stúlkur (þ.á.m. báðar ömmur mínar) á hermennina. Íslensku karlmennirnir voru nú ekki spennandi á þessum tíma íklæddir gúmmískóm og sixpens. Einkennisklædd glæsimenni í pússuðum skóm hlutu að vera meira heillandi. Skortur var á nauðþurftum á þessum tíma sem að sérstaklega bandarísku hermennirnir gátu linað með rausnarlegum gjöfum á við sokkabuxur og ávexti. Kannski er þetta þó spurning um íslenskt kveneðli. Munið þið eftir komu frönsku herskipanna hérna fyrir tæpum áratug? Þá þustu allar frambærilegar konur höfuðborgarsvæðisins niður á höfn og girtu niður um sig. Hvort heldur sem þær voru mæltar á franska tungu eður ei. Ég held að hérna sé heldur um að ræða smáborgarhátt heldur en nokkuð annað.