Nú vita allir þeir sem eitthvað hafa stúderað seinni heimstyrjöldina að Hitler mat það sem svo að ekki þyrfti að hernema Bretlandseyjar til að sigra stríðið og skjátlaðist honum hrapalega. Það sem mig langar að vita er, hefðu þjóðverjar getað gert innrás í Bretland hefðu þeir viljað það? Breski flotinn var gríðarlega öflugur og stóð þeim Þýska mun framar. En aftur á móti var sáralítið af vopnfærum mönnum á Bretlandi fyrstu mánuðina eftir fall Frakklands og ennþá minna af vopnum.
Mín spurning til seinnastríðsspekúlanta er þessi: Höfðu Þjóðverjar einhverntíman raunhæfan möguleika á innrás í Bretland og hvernig hefðu þeir farið að því. Gefum okkur að þeir hefðu haft vitneskju um slæma stöðu Breta hvað mannafla og vígbúnað varðar.