Enn og aftur er farið að tala um upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar verið er að tala um upphafið gleymist oft afhverju styrjöldin byrjaði árið 1939. Sú staðreynd að styrjöldin byrjaði árið 1939 er til komin vegna stórkostlegra mistaka sem Hitler gerði. Hann ætlaði aldrei í stríð á þeim tíma.
Um það leiti sem Hitler komst til valda í Þýskalandi var eymdin alger hjá sauðsvörtum almúganum. Hitler lagaði efnahagin svolítið með því að setja upp stórkostlegan “gerfi” efnahag sem byggðist á því að gífurlegum fjárhæðum var varið í hernaðaruppbyggingu. Þannig fóru hjólin smá saman að snúast hjá fólki, það fór að hafa efni á að kaupa í matinn og atvinnuleysi snarminnkaði. Það var samt langt frá því að ástandið væri viðunandi. Og þessi gerfiefnahagur gat ekki gengið mjög lengi, það þurfti að fá pening einhvernstaðar frá.
Annað af aðalkostninga loforðum Hitlers var að losa Þýskaland úr “smán” Versala samningsins, og gera Þýskaland aftur að voldugasta ríki á meginlandi Evrópu. Þeirri hugmynd sinni fylgdi hann eftir strax árið 1936 þegar hann opinberaði fyrir heiminum að Þýskaland ætti orðið opinberan her, og stuttu seinna réðist hann inn í Rínarlöndin og hertók þau, án þess að bretar eða frakkar hreyfðu legg né lið. Þarna var hann komin með model af því sem átti að verða útþenslu stefna landsins í náinn framtíð. Fólkið heima var yfir sig ánægt með að loksins væri Þýskaland orðið að afli sem taka þyrfti tillit til og Hitler fékk verksmiðjur og hráefni til að hald gerfiefnahagnum gangandi. Á eftir Rínarlöndunum fylgdu svo Austurríki, Súdetahéröðin og Tékkóslóvakía, allt án þess að vesturveldin hreyfðu legg né lið, og bretar gáfu þjóðverum meira að segja Tékkóslóvakíu!
Þetta var leikurinn sem Hitler ætlaði að leika með Pólland, hertaka vesturhluta landsins til að ná í framleiðslugetu og hráefni. Hitler reiknaði aldrei með því að bretar eða frakkar færu að skipta sér af því, frekar en þeir höfðu gert fram til þessa. Þessu til staðfestingar má benda á að öll plön þýska herráðsins gerðu ráð fyrir stríði í fyrsta lagi árið 1942, með 1945 sem líklegustu tímasetningu. Enda voru þjóðverjar að mörgu leiti gersamlega óundirbúnir að fara í meiriháttar styrjöld.
Það að vesturveldin skyldu ekki lýsa yfir stríði á hendur sovétmönnum þegar þeir þrömmuðu inn í austur Póllandi, má að sumu leiti skýra þannig að þeir hafi haft samúð með þeirri yfirlýstu stefnu sovétmanna að búa til stuðpúða fyrir árás úr vestri, það voru allir búnir að sjá hvað loforð frá Herr Hitler var lítils virði.
Varðandi það að vesturveldi lýstu ekki yfir stríði á hendur sovétmönnum vegna vetrarstíðsins, má segja að það hafi verið ótrúlega nálægt. Bretar og frakkar voru búnir að skipuleggja hjálparleiðangur til Finnlands vorið 1940. Þar átti að ganga á landi í Narvik í Norður-Noregi, og fara síðan yfir til Finnlands landveginn. Þessi aðgerð þjónaði líka öðrum og ekki eins augljósum tilgangi, þ.e.a.s. stoppa flutning á hrájárni frá Svíþjóð til Þýskalands. Sá flutningur fór að mestu um höfnina í Narvik. Þessari áætlun var aldrei hrint í framkvæmd, þar sem þjóðverjar urðu fyrri til og hernámu Noreg.