Furðulegt hvað menn eru alltaf sannfærðir um að ágæti rússa í heimsstyrjöldinni síðari. Það verður líklega ekki af þeim tekið að þeir “unnu” austurvígstöðvarnar. Ég set unnu innan sviga vegna þess að það var eiginlega slys að þeir unnu þessa stórsigra sína.
Byrjum á Barbarossa. Þjóðverjar voru búnir að skipuleggja innrás sína í rússland í apríl 1941. Þá kom upp neyðarástand á Balkanskaga, þar sem Hitler þurfti að fara bandamanni sínum Mussolini til hjálpar til að forðast hernaðarlegt stórslys. Þjóðir Balkanskagans sem höfðu fram að þeim tíma verið hlutlausar í stríðinu (að minnsta kosti í orði), lýstu að sjálfsögðu yfir stríði á hendur Öxulveldunum þegar Ítalía réðist á þær. Sú tilhugsun var Hitler óbærilega að Ítölum yrði hennt öfugum út úr þessum löndum, þar sem þá var hann með tölvert öflugan óvinaher sem var tilbúinn að ráðast á Suðurhluta heimavígstöðvanna meðan herinn var upptekinn í Rússlandi. Þetta varð til þess fara þurfti í stórar björgunaraðgerðir og það tafði innrásina í Rússland um mjög dýrmæta 2 mánuði. Ef við skoðum hvað þýski herinn var nálægt Moskvu veturinn 1940/41 má telja víst að þessir tveir mánuðir hafi kostað þjóðverja austurvígstöðvarnar. Lokaorrusta austurvígstöðvanna hefði verið háð við Moskvu, þar sem Stalín var búinn að gefa það út að lokaorrusta rússneska hersins yrði til varnar Moskvu. Og það hefði sjálfsagt orðið hörð, en stutt orrusta þar sem rússar voru algerlega vanbúnir að öllu leiti og búnir að vera á stanslausu undanhaldi síðan í júní.
Annað slys var Stalíngrad. Hitler var svo hrikalega upptekinn af því að hörfa aldrei, að það kostaði hann heilan her. Það voru um það bil 250.000 menn sem hurfu úr þýska hernum í Stalíngrad auk nánast alls flughersins á austurvígstöðvunum (65% ef ég man rétt). Ef karlinn hefði hörfað úr borginni og sett upp skipulega varnarlínu vestan hennar hefði sumarið eftir litið allt öðruvísi út í hernaðarlega.
Kursk var annað slys fyrir sem kom rússum vel. Allir helstu ráðgjafar Hitlers ráðlögðu honum að fara ekki út í svo stóra orrustu árið 1943. Þeir vildu há varnarstríð um sumarið og veturinn, koma hernum upp í styrk og hefja sóknarstríð vorið 1944. Sem betur fer fyrir rússa hundsaði Hitler þessi tilmæli. Orrustan um Kursk var staðreynd, og henni missti þýskiherinn lungað úr skriðdreka/bryndeildum sínum og þær báru þess aldrei bætur aftur. Það var að stórum hluta vegna mistaka þýsku hersöfðingjanna sem þarna stjórnuð og vegna brotalama í leyniþjónustu þjóðverja sem “týndu” einum skriðdreka her rússa, sem reyndist síðan vera á Kursk svæðinu. Auk þess vissu rússar jafn vel og þjóðverjar hvar orrustan yrði háð, þar sem þeir voru með mjög öflugan njósnara í þýska herráðinu - enginn veit enn þann dag í dag hver þetta var, aðeins dulnefni hans innan rússnesku leyniþjónustunnar.
Sú staðreynd að rússar töpuðu í raun orrustunum um bæði Stalíngrad og Kurst er alveg gleymt. Mannfall og tap á búnaði hjá rússum var svo gífurlegt að venjulegir herir hefðu hrunið eftir þvílíkar blóðtökur. Mannslíf innan rússneska hersins var einskis virði. Fræg er sagan úr Finnska vetrarstríðinu þar sem rússneskur herflokkur gerði fótgönguliðsárás á niðurgrafna heri finna. Finnar sölluðu þá niður með vélbyssum, en þeir héldu áfram að koma. Að lokum voru hlaupin á vélbyssunum orðin svo heit að ekki var hægt að nota byssurnar lengur og ekkert annað blasti við en rússar löbbuðu yfir varnir finna. Þá var árásinni allt í einu hætt og rússar hörfuðu!! Sagt hefur verið að rússneski fótgönguliðinn sé eina leynivopn rússneska hersins og það er hverju orði sannara. Svipað þessari sögu úr Finnska vetrarstríðinu er saga af framsókn rússa að Berlín. Fyrir utan Berlín voru þjóðverjar búnir að grafa sig niður í hæðóttu landslagi yfir láglendi. Orrustan hófst um klukkan 0600 að morgni og klukkan 1000 voru rússar búnir að missa 30.000 hermenn á fjögurra ferkílómetra kafla, og ekki búnir að ná hæðunum! Hæðirnar náðust að lokum að fullu undir kvöld. Heildar mannfall rússa var um 40.000 hermenn. Þjóðverjar misstu 6000 manns. Ef einhverir aðrir herjir bandamann hefðu misst 40000 hermenn á einum degi á hluta víglínunnar, hefði verið gerð uppreisn í þeim her, hausar pólitíkusa og hershöfðingja hefðu fengið að fjúka.
Jú rússar unnu, “but only just” eins og sagt er.