Ég gerði þetta verkefni fyrir skólan og ákvað að pósta þessu inn
————————————————– ——-
Iðnbyltingin og Nýlendustefna Evrópu
Iðnbyltingin og nýlendustefnan voru þau mál sem hafa sett hvað mestan svip á Evrópu síðustu 200 árin. Iðnbyltingin sem kom í kjölfar tækniframfara og tæknivæðingar í iðngreinum .
Nýlendstefnan hófst uppúr 17 hundruð og stendur enn, nýlendustefnan var um að ná sem flestum löndum undir sitt efnahagssvæði, og mergsjúga öll verðmæt úr þeim.
Iðnbyltingin
Miklar vísindalegar framfarir gerði það mögulegt að tæknivæða ýmsar atvinnugreinar. Notkun gufuvéla í atvinnulífi hófst í Vestur Evrópu á seinni hluta 18. aldar. Um það leyti er talað um að iðnbyltingin hefjist. Helsta einkenni á fyrsta hluta hennar er að vélarafl tekur í æ ríkari mæli við af vöðvaafli og leysir menn undan líkamlegri erfiðisvinnu. Annar hluti iðnbyltingarinnar hófst á síðustu árum 19. aldar. Þá tóku menn að hagnýta sér rafmagn til ýmissa nota.
Iðnbyltingin hófst á seinni tíma18. aldar í Bretlandi vegna þess að þar var til fjármagn til þess, ríkisvald var afskiptalítið, lítið um opinber gjöld og fátækt var mikill svo fólk tók við næstum hvaða vinnu sem var í boði á hvaða kaupi sem var. Þegar iðnvæðingin stóð sem hæst fluttist fólk í miklu mæli til borgarinnar og var það kallað borgarvæðingin.
Fyrsta rafveita í heimi var byggð árið 1882 í New York borg. Það var uppfinningamaðurinn Thomas A. Edison (1847 - 1931) sem stjórnaði því verki. Síðan Edison var og hét hefur raftækni hvers konar sett æ meiri svip á líf alls almennings. Tölvutæknin er ein grein raftækninnar en með henni hefst líka þriðji hluti iðnbyltingarinnar sem einkennist af sívaxandi sjálfvirkni og því að vélar taka við alls konar hugarstarfi og leysa menn þannig undan andlegri erfiðisvinnu. Tölvutæknin byggir á hugmyndum og hugsunarhætti sem urðu til með vísindabyltingunni, framleiðsluaðferðum og samfélagsgerð sem mótaðist í iðnbyltingunni og raftækni sem tók að mótast á síðustu árum 19. aldar. Auk þess sækir hún mjög til nýjunga í stærðfræði og rökfræði sem voru að koma fram í kring um síðustu aldamót, enda er það engin tilviljun að feður tölvutækninnar, Alan Turing og John von Neumann, voru báðir menntaðir í stærðfræði.
Iðnbyltingin var ekki aðeins bylting iðnaðarins heldur líka hugarfarsleg því félagslegt óréttlæti jókst til muna í kjölfar hennar. Menn á borð við Karl Marx , Fredrich Engels og fleiri skrifuðu sín frægustu rit þegar þeir urðu vitni að iðnbyltingunni og borgarvæðingunni enda var Fredrich Engels sonur verksmiðjueiganda. Iðnbyltingin varð líka mikill partur af mótun sósíalisma , því þeir höfðu óréttlætið sem verkamennirnir voru beittir sér til hliðsjónar í þeim háfleygu hugmyndum sínum um jafnrétti meðal manna.
Nýlendustefna Evrópu
Nýlendustefna Evrópu gekk útá það að mestu leyti að komast yfir sem mestu auðæfi sem nýlenduþjóðirnar bjuggu yfir. Nýlendustefnan þróaðist síðan seinna úti það að verða heimsvaldastefnan en hún gengur einmeitt útá það að eitthvert ríki reynir að ná pólitískum, efnahagslegum og hernaðarlegum yfirráðum yfir öðrum löndum. Stærstu Heimsveldin eða herra þjóðirnar eins og þær voru oft kallaðar voru Bretland, Frakkland,Spánn, Ítalía,Holland og fyrrverandi valdahafar Íslands, Danir. Nýlendustefna stendur enn þó með öðru sniði, ekkert lát er á arðráni vestrænna aðila í þriðja heiminum.
Nýlendustefnan hafði þó sín jákvæðu áhrif, þar má nefna að þrælasala fjaraði út á nýlendutímanum, þá aðalega vegna þrýstings kirkjunnar. Samt sem áður var þrælasala stunduð á þessum tímum. Þjóðflokkastríð minnkaði til muna og samskipti bötnuðu með tilkomu vega og póstþjónustu. Hin neikvæðu áhrif vógu þó þyngra, Vestrænir auðvaldssinnar tóku besta landið frá innfæddum, lög sem landnemarnir settu mismunuðu innfæddum, nýlendustefnan raskaði mjög lífi innfæddra og nýlendurnar urðu miðstöð ódýrs hráefnis sem var flutt til Vesturveldanna.
Heimsveldin voru nokkur eins og áður sagði og var hið Breska Heimsveldi stærst og náði breska heimsveldið yfir um fjórðung af þurrlendi jarðar og meira en fjórðungur mannkyns tilheyrði því. Ef nefna á lönd sem tilheyrði því má hæst nefna Indland, Ástralíu, S-Afríku,Hong Kong, Kanada og fleiri afríkuríki. Spánverjar voru einnig mikið heimsveldi og réðu yfir allri Suður Ameríku að Brasilíu undanskilinni. Það sem einkenndi nýlendur Spánverja var stjórnleysi og önnur vitleysa enda byrjaði sjálfstæðis barátta Suður Ameríku mjög snemma. Spánverjar fóru líka fyrir því að reyna kristna álfuna.
Þó að nýlendustefnan hafi verið lögð af, hafa Vesturlönd ekki hætt nýlendustefnu sinni og fara Bandaríkin þar fremst í flokki. Nú er tími hins svo kallaða ný-nýlendutíma (neo-colonialism). Nýlendurnar hafa formlegt sjálfstæði en eru efnahagslega háðar Vesturlöndum, sem geta sett þeim afarkosti í krafti efnahagslegra og hernaðarlegra yfirburða. Stofnanir eins og alþjóðabankinn hafa notfært sér fátæktina og lána þjóðum heimsins pening gegn ströngum skilmálum sem koma sér afar illa fyrir innfædda. Og sömu aðilar vilja kalla sig talsmenn hins frjálsa og siðmenntaða heims.