Mig langaði að senda inn grein sem fókusar á þær hörmungar sem dundu á saklausum borgurum Dresden sem ekki er oft í umræðunni heldur var þaggað niður eftir stríðið.
- Loftárás á Dresden - 13.feb, 1945
Stríðinu var að verða lokið og stutt í að þýskaland riðaði til falls.
það voru engin hernaðarleg skotmörk í Dresden.Íbúarnir voru gamalmenni konur og börn þar sem all-flestir færir karlmenn voru nú þegar kallaðir í varalið hitlers.
Íbúafjöldi borgarinnar hafði nærri tvöfaldast vegna fólks sem flúði árás rauða hersins úr austri.
Winston Churchill var forsætisráðherra Bretlands og vildi sýna Sovietmönnum styrk flugsveita bandamanna og stoppa framgang Sovietmanna og sjá til þess að rauði herin hertæki dauða borg.
Winston Churchill sem sagt áhvað að að sprengja Dresden og fórnaði borgurunum.
Kanski þóttist hann vera hefna loftárása á London en þetta var bara
hreinn og klár stríðsglæpur að mínu mati.
Margir létus í troðningum þegar loftvarnar viðvaranir fóru í gang og fólk þusti í loftvarnarskýlin.
Svo mikið af sprengjum var varpað á Dresden að það myndaðist svokallaður eldstromur(gerðist líka í tokyo) það er þegar eldurinn sogar til sín súrefni þannig að fólk og hlutir sogast hreinlega í eldin.
-Loftárás á Dresden - 14.feb, 1945
Eins og fyrri árásin hafi ekki verið nóg þá áhváðu bandamenn að endurtaka leikin.
Yfir 1,300 Breskar og Bandarískar sprengjuflugvélar losuðu 3,300 tonn af sprengjum á Dresden.
Smærri vélar flugu lágt og skutu úr vélbyssum sýnum á fólk sem reyndi að flýja borgina meðfram bökkum árinar Elbe.
Einnig voru sprengdir vegir út úr borgini sem fólk reyndi að nota til að flýja burt.
Lestarstöðin sem hafði byrgðir handa austurvígstöðvum þjóðverja var látin vera.
Talið er að allt að allt að 35.000 til 135.000 manns hafi látist.
Sumir hafa nefnt 250.000 þar sem íbúar borgarinnar voru fleiri enn hinir 650.000 íbúar Dresden.
Tölur eru á reiki vegna fjölda flóttamanna í borginni á þessum tíma sem flest allir voru konur börn og gamalmenni.
Ég mun sennilega líka skrifa næst um hermdarverk sovietmanna sem voru framdir er Berlín féll enn það kemur seinna.