Eins og fram var komið þá vantaði eiginlega endir (framhald) á greininni minni svo að ég ætla að klára það hér, eða bæta aðeins við hana.
Það var komið fram að hvað gerið eftir andlát Djengis Khan en það væri kannski ekkert verra að segja svolítið frá hvað gerðist á fyrstu stjórnarárum hans.
Árið 1206 sameinuðust Mongólar, sem meðal Evrópumanna gengu undir nafninu Tartarar, undir stjórn eins manns, hinn 44 ára gamla Temúdjíns. Hann var í fyrstu Mongóla-Khan og skapaði sem slíkur öflugan og undirgefinn her sem fór með ránum og skattheimtum meðal nágrannaþjóða. Árið 1206 lét hann svo kalla saman kuriltai, ráðstefnu ættarhöfðingja, sem kjósa skyldi einn mann til að stjórna öllum þjóðum Há-Asíu. Sjálfur varð hann eðlilega fyrir valinu og tók sér keisaratitil sem átti eftir að sá ógn og skelfingu í hjörtum bæði Evrópumanna og Asíumanna: Djengis Khan.
hér byrja þar sem frá var horfið þar sem myndst var á þessa undarlegu lykkju sem Mongólir fóru eftir andlát Úgetæ (Ogedai). Æðstaráð Mongólanna safnaðist saman í Karakórum, 320 kílómetra frá Ulaanbaatar (núverandi höfuðborg Mongólíu) til að bíða úrskurðar kuriltai um hver yrði næsti stór khan. Forsjónin hafði gefið kristindóminum gálgafrest að minnsta kosti.
Enginn þorði að vona að það væri meira en frestur, menn óttuðust að Mongólar kæmu aftur. Innocentíus IV páfi kallaði saman ráðstefnu í Lyons árið 1245 til að ræða aðgerðir er fengju stöðvað næstu innrásarskriðu. Niðurstaðan varð:“að ráðleggja, eggja og sárbiðja alla kristna menn, að setja upp hindranir við sérhvern veg sem óvinurinn gæti sótt eftir, grafa skurði, hlaða veggi eða önnur vígi og yfirleitt beita öllum tiltækum ráðum.”
Sem betur fór var þessum barnalegum ráðum aldrei hlýtt og Mongólarnir óttalegu komu aldrei aftur til Evrópu. Þegar stríðsvél þeirra fór aftur af stað vestur á bóginn urðu kalífarnir í Bagdad og Sýrlandi(Mamlúkar sigruðu Mongóla þegar þeir þurftu að hverfa á braut með meginheraflan sinn. Manlúkar gripu tækiifærið, árið 1260 sóttu þeir norður til varnar Íslam og gersigruðu her Mongóla við Ain Jalut)fyrir henni. Árið 1258 voru Tartarar allsráðandi þar sem hjarta Íslams sló áður og mikill hluti Miðausturlanda innlimaður í veldi þeirra. Smám saman breyttust viðhorf Evrópumanna til Mongólanna. Í stað þess að sjá í þeim hræðilegan óvin fóru þeir að eygja hugsamlegan bandamann gegn hinum sameiginlega óvin, Íslam. Ennfremur varð það ljóst að Mongólar, sem ekki voru trúmenn miklir né trúarbragðasmiðir, voru umburðarlyndir í trúmálum. Sumir voru jafnvel sagðir hafa tekið kristna trú. Um miðja öldina voru því vestrænir þjóðhöfðingjar farnir að líta á Mongóla sem tilvonandi bandamenn og trúskiptingar.
Samtímis var hindrunum á samskiptum milli austurs og vesturs rutt úr vegi. með því að Mongólar gerðu að engu áhrif Múhameðstrúarmanna í Asíu, hófst nú gróskutími landkönnunar, verslunar og menningarsamskipta við Austurlönd sem fram til þessa hafði verið óhugsandi. þessi “mongólski friður”(pax mongolian) stóð í eina öld, eða 1245-1345 og var fyrir margra hluta sakir merkistími.
“To be continued”
Hugsamlega - ef eitthverjar óskir eru um framhald, svipað efni eða eitthvað annað t.d misheppnuðu áráirnar Kúblæs Khan á Japan.