Þetta er svolítið sem ég fann á bókasafninu og fannst mér þetta mjög athyglisverðar greinar.
Þegar Djengis Khan lést árið 1227 hafði riddaralið hans, hið harðskeyttasta sem heimsbyggðin hefur augum litið og réð meðal annars yfir banvænni bogfimi, sölsað undir hann keisaradæmi er náði frá bökkum Dnépr í vestri að Kínahafi í austri.
þetta risaveldi skiptist í fjögur Khandæmi eftir daga Djengis Khan, en ég mun ekki fara út í þá sálma hér.
Fólkið óttaðist svo heri Mongóla að aðeins hugsunin um Mongólska riddarliðið-þeir voru sagðir villimannlegri en orð fengju lýst-ætlað á þessum tíma að æra vitið frá V-Evrópumönnum. þeir höfðu frétt af eyðingu Ryazan, sem var skammt suðaustur af Moskvu: “… var íbúunum, án tillits til aldurs eða kynferðis, slátrað af villimannlegri grimmd og hefndaræði Mongólanna; sumir reknir í gegn, sumir skotnir með bogum og taldist það íþrótt, sumir flegnir lifandi og naglar eða flísar reknar undir neglur annara. Prestar voru steiktir lifandi og nunnum og jómfrúm nauðgað í kirkjum og skyldmennum sínnum viðstöddum. Enginn lifði til að syrgja hina látnu.” Sömu urðu örlög Moskvu og Vladimír og þegar röðin kom að Kozel'sk skammt frá Kaluga, voru aðfarir Mongólanna slíkar að þeir gáfu staðnum sjálfir nýtt nafn og nefndu Mobalig, kvalar. Árið 1240, þegar þeir gerðu árás á Kijev á bökkum Dnépr (þar sem grísk-Kaþólska kirkjan átti sitt fyrsta athvarf í Rússlandi), leituðu svo margir hælis á þaki dómkirkju borgarinnar, að það hrundi og byggingin öll varð á skammri stundu ein hræðileg fjöldagröf.
Jafnvel tveimur árum áður en þetta gerðist höfðu sagnirnar um Mongóla vakið slíkan ugg í V-Evrópu, að skandinavískir og frísneskir kaupmenn aftóku með ölli að sigla til Englands til að versla á síldarmarkaðnum í Jarmouth, ef ske kynni að þeir yrðu á vegi villmannanna. Árið 1241 virtist innrásarherinn mundu leggja undir sig alla heimsbyggðina og kristindómurinn verða troðinn í duftið. Pólland, Slésía og Ungverjaland voru þegar sigruð. Friðrik 2. Þýskalandskeisari beitti sér þá fyrir samtökum með evrópskum þjóðhöfðingjum, einkum Hinrik 3. Englandskonungi, gegn þessari síðustu “refsingu Guðs”.