Ég hef alltaf haft gaman af sögu og einn uppáhaldsatburðunum mínum er franska byltingin og keðjuverkunin sem hún hafði í för með sér.
Það var þann 14. júlí 1789, að franskur almúgur réðst inn í Bastilluna (sem var franskt fangelsi). Það var upphaf hinnar frönsku byltingu. Þetta voru viðbrögð almennings við kúgun og meiri einveldi kongungsins sem var þarna Loðvík 16. Vegna uppskerubrest hafði verð á matvörum hækkað gífurlega árið 1788. Innrásin í bastilluna varð að keðjuverkun sem leiddi til fleiri uppreisnaraðgerða í Frakklandi. Þessi bylting varði í fimm ár og dóu margir í þeim átökum sem voru á milli borgara Parísar og hermenn konungsins.
Árið 1791 reyndi konungsfjölskyldan að flýja vegna óreiðanna en það mistókst og var hún þá flutt aftur til Parísar. Aðdragandinn var ekki bara kúgunin, heldur stéttaskipanin sem voru þrjár.
1. Aðallinn
2. Klerkar
3. Bændafólk og Borgarar
September árið 1792 var Frakkland orðið lýðveldi, en samt hélt byltingin áfram. Frá árunum 1793-1794 réð svokölluð Ógnarstjórn undir leiðsögn Maximillien Robespierre sem var lögfræðingur. Hún var talin mjög grimm og er valdi dauða mörg þúsunda manna. Hún var felld árið 1794. Loðvík var tekin af lífi 1793 og ári seinna tók við ný stjórn frakka sem var skipað af fimm þjóðstjórum.
Þessi bylting hafði þau áhrif í Evrópu að einræðisherrar sem réðu yfir löndum í þeirri breyttu stjórnarfari sínu frá einræði til lýðræði til að forðast byltingum. Þar á meðal voru danir sem skiptu frá einræði til lýðræði. Ég myndi nú segja að lýðræði í heiminum sé frökkum að þakka og ég vil skila til þeirra: takk fyrir.
Heimildir: Saga veraldar, við upphaf nýrrar aldar.
Takk Fyrir
Gullbert
p.s ef ég hef gleymt einhverju mikilvægu, vinsamlegast látið mig vita.