Hmm?Þetta er mín fyrsta alvöru ritgerð því ég er í 6.bekk.En loksins er ég búinn með hana og vill vita hvað ykkur finnst.
Snorri Sturluson fæddist á Hvammi í Dölum árið 1178.Foreldrar hans hétu Sturla Þórðarson og Guðný Böðvarsdóttir.Hann átti tvo bræður sem hétu Þórður og Sighvatur.Einu sinni deildi Sturla við Pál prest í Reykholti,Jón Loftson í Odda sem var mikill höfðingi var fenginn til að sætta málin.Sturla var ekki ánægður með það sem Jón ákvað að gera.Jón varð hræddur um að Sturla myndi rjúfa sættina,svo hann bauð Sturlu að taka Snorra í fóstur,sem var mjög gott því að Oddi var mjög vel menntaður staður.
Árið 1202 giftist Snorri Herdísi Bersadóttur,aðallega fyrir Mýramannagoðorð sem Herdís átti,en konur máttu ekki vera goðar.
Með henni átti hann tvö börn,Jón Murt sem dó ungur og Hallberu sem giftist Árna Óreiðu,en þau skildu og þá giftist Hallbera Kolbeini unga.Snorri og Herdís skildu eftir nokkur ár.
Síðar giftist hann Hallveigi Ormsdóttur Oddaverja.Þegar Snorri var giftur Herdísi bjó hann á Borg á Mýrum,en þegar þau skildu fluttist hann að Reykholti í Borgarfirði.Snorri var mjög voldugur maður hann eignaðist sitt fyrsta goðorð þegar hann giftist Herdísi.Hann efldi völd sín stundum með því að giftast til fjárs .Snorri hafði mest völd í Borgarfirðinum en átti þó nokkur önnur annarsstaðar á landinu.Hann var tvisvar ráðinn í mikilvægustu stöðu Alþingis eða stöðu lögsögumanns.
Þegar Snorri var orðinn voldugur maður fór hann til Noregs og var þar í þrjú ár.Mestallann tímann var hann hjá Skúla Bárðarsyni jarli sem var mjög voldugur í Noregi,því þá var Hákon konungur bara krakki og réð varla neinu.Á meðan Snorri var útí Noregi spruttu upp deilur milli Norskra kaupmanna á Íslandi og Íslendinga.Eitt árið sigldu Norðmenn ekki til Íslands því þeir voru hræddir um að verða drepnirþÞá datt Skúla jarli að senda her til Íslands og þvinga Íslendinga að láta kaupmennina í friði og kannski taka undir sig Ísland líka.Ekki leist Snorra á það svo hann gerðist hirðmaður konugs semsagt hann gaf konungi öll sín goðorð og fékk þau aftur að láni og lofaði að láta alla aðra goða gera það sama því annars yrðu margir Íslendingar drepnir.Árið 1241 á miðjum ófriðartímum var Snorra sendur aftur til Íslands og konungur senti síðan bréf til annara goða á Íslandi sem var handtökuskipun á Snorra,í henni stóð að þeir ættu að koma með Snorra aftur til Noregs og ef það tækist ekki ætti að drepa hann.Annar voldugur goða á Íslandi sem hét Gissur Þorvaldsson tók þessu bréfi mjög alvarlega því hann vildi víkja Snorra í burtu svo hann gæti tekið yfir meira af Íslandi.
Svo hann fór með 70 manna lið í Reykholt og leitaði upp Snorra þar sem hann var ad fela sig í kjallara þar drápu þeir hann.En síðustu orð
Snorra voru ,,Eigi skal höggva’’
Snorri er ekki bara frægur fyrir völd sín heldur líka bækur sínar.
Snorri kynntist bókarskriftum í Odda á meðan hann bjó þar.Við vitum að hann skrifaði allavega tvær bækur, Heimskringlu og Snorra Eddu.Í Heimskringlu er fjallað um fyrsta Noregskonung og alveg til konungs árið 1230.Edda er einskonar kennslu bók í kveðskap en hún fjallar líka um goðin í Ásatrúnni.Á tímum Snorra var ekki auðvelt að skrifa bók, þá var ekki til pappír á Íslandi,svo í staðinn var skrifað á kálfaskinn með fjöðurstaf sem var örlítið bleyttur með bleki.Snorri skrifaði bæði Heimskringlu og Eddu í Reykholti og hann var í Reykholti flest öll sín ár.Snorri er samt líka talinn hafa skrifað sögu Egils Skalla-Grímssonar sem átti eima á Borg á Mýrum á landnámstímunum.En í stuttu máli er Snorri Sturluson einn mikilvægasti maður sem Ísland hefur alið.