Undanfarna mánuði hef ég alltaf aðhyllst kommúnisma meira og meira. Ég hef verið að kynna mér málin og hef fræðst mjög mikið um Che Guevara, Fidel Castro og fleiri byltingarmenn. Fyrir stuttu var ég að horfa á sænska heimildarþáttinn “Sacraficio” eða fórnina sem var um síðasta ár Che Guevara eða Ernesto Guevara de la Serna eins og hann hét réttu nafni. Þessi þáttur vakti mig til umhugsunar…Var Che svikinn, já ég er hræddur um það.
Í þessum þætti var mikið gert uppúr hver það var sem sagði frá hvar Che væri niður komin. Aðdragandinn að atburðunum var þegar Argentínumaðurinn Ciro Bustos og Frakkinn Debray voru handteknir í Bólivíu. Sag er að Ciro Bustos hafi kjaftað en Debray hafi haldið kjafti en það fyrsta sem Debray segir þegar þeir eru teknir að hann sé aðeins blaðamaður sem var að taka viðtal við Che. Þar segir hann strax að Che sé á svæðinu á meðan Ciro Bustos segist í 20 daga vera Carlos Alberto Fructaso.
Þátturinn vakti mig til umhugsunar, hver var það sem sveik Che? Í annað skipti sem ég horfði á þáttinn fannst mér svolítið skrýtið að hvað herinn var að hlífa Debray. Hann kom heim sem hetja sem hafði haldið kjafti allan tíman en Bustos kemur heim sem svikari. En hvers vegna var herinn að falsa yfirheyrslur? Væntanlega útaf því að Debray var á þeirra bandi og gott að koma sökinni á Bustos.
Bróðir Lorro sem var einn af 51 skæruliða í Bólivíu fann eitt sinn gögn þar sem Debray segir við lögfræðing sinn ; Ég hef gert samning við herinn að segja fjölmiðlum ekki að Che Guevara sé staddur í Bólivíu. Var hann í samvinnu við herinn, ekki mikill byltingarmaður þar á ferð. Það bendir allt til að Debray hafi verið í einhverskonar samvinnu við herinn og Che og félagar hafi verið leiddir í gildru. Af “einhverjum” ástæðum neitar Debray að tala um málið.
Núna er “hin mikli” sósíalist Debray í frakklandi og á heima í Lúxushöll, safnar spiki og er örugglega orðinn íhaldsmaður. Persónulega tel ég mjög líklegt að Debray sé sá sem fólk er að leita af, maðurinn sem sveik Che Guevara.
Heimildir; aðalega “sacraficio”
P.S þetta er fyrsta grein sem ég sendi þannig hún er kannski ekkert fullkomin