Mér datt í hug að biðja ykkur að segja mér hvað ykkur finnst um þessa ritgerð um fyrri heimsstyrjöldina. Veriði hreinskilin :)
—————————————————————
Fyrri heimsstyrjöldin eða ,,Stríðið mikla”, eins og það var oft kallað, var fyrir margt mjög merkileg styrjöld. Hún var fyrsta stríðið þar sem notuð voru hernaðartól sem eru svipuð og notuð eru í dag, t.d. sprengjur, vélbyssur, skriðdrekar og flugvélar.
Aldrei höfðu heldur jafnmörg stórveldi barist við hvort annað, með jafn stórum herjum.
Í þessari ritgerð verður þetta mikla stríð rakin frá upphafi til enda
Aðdragandi
Frá því um 1890 fóru stórveldi Evrópu að skiptast í tvær fylkingar. Annars vegar voru Frakkar og Rússar og síðar Belgar, og hins vegar Austrríki-Ungverjaland, Þjóðverjar og Ítalir. Miðveldin og Rússar kepptu um völd á Balkanskaga og var þetta mál oft kallað ,,Púðurtunnan á Balkanskaga ”
Upphaf
Þann 28. júní 1914 Var Franz Ferdinand, ríkiserfingi Austurríkis-Ungverjalands, í heimsókn í Sarajevó, höfuðborg Bosníu, ásamt konu sinni. Allt í einu hljóp fram ungur Bosníu-Serbi með byssu í hendi og skaut þau hjónin til bana.
Þessi ungi maður hét Gavrillo Princip og var 19 ára námsmaður. Hann var meðlimur í samtökum sem kölluðu sig ,,Svarta höndin”, sem mótmælti yfirráðum Austurríkis-Ungverjalands í Bosníu.
Austurríkismenn urðu æfir af reiði við þetta atvik og héldu því fram að Serbar hefðu skipulagt morðið og í júlí sama ár lýsti Austurríki-Ungverjaland yfir stríði á hendur á hendur Bosníu.
Rússar gengu strax í lið með Serbum og Þjóðverjar þá með Austurríkismönnum, og réðust jafnframt á Frakka af því að þeir voru í varnarbandalagi með Rússum. Bretar fóru þá í stríðið við hlið Frakka. Bandaríkjamenn blönduðust ekki í stríðið fyrr en 1917.
Nú voru fimm stórveldi komin í hár saman. Fyrri heimsstyrjöldin var byrjuð.
Áhrif á fólk úti í heimi
Fólk var glatt og hamingjusamt og allir voru vissir um yfirburði eigin þjóðar. Ókunnugt fólk heilsaðist úti á götu og faðmaðist. Mikil bjartsýni ríkti á þessum tíma og þjóðernishyggja jókst til muna. Fólk fann að það tilheyrði þjóð sinni en stóð ekki eitt. En þessi bjartsýni og gleði ríkti ekki lengi. Í öllum þessum löndum voru karlmenn kvaddir í herinn eða gerðust sjálfboðaliðar. Þegar karlmennirnir, sem hingað til höfðu séð fyrir heimilinu, fóru að heiman þurftu konurnar að fara út á vinnumarkaðinn til að sjá fyrir öllum börnunum. Þá þurftu eldri börnin að gæta þeirra yngri, þó að þau hefðu helst þurft pössun sjálf. Mæður gátu ekki unnið fyrir nægum mat til að metta alla munnana, svo að mikil hungursneyð ríkti í allri Evrópu.
Það þótti þó mikil upphefð að fara í herinn og berjast fyrir land sitt og allskonar áróður var í gangi.
Áhrif á fólk á Íslandi
Helstu áhrif fyrri heimsstyrjaldarinnar á Íslandi var viðskipta- og siglingabannið. Þegar Bretar settu hafnarbann á í Þýskalandi í upphafi stríðsins ákváðu Íslendingar að reyna að efla viðskipti við Bandaríkin.
Íslensk og bresk stjórnvöld sömdu um utanríkisviðskipti við Breta árið 1916. Samningurinn fólst í því að Bretar skuldbundu sig til að kaupa allar framleiðsluvörur Íslendinga sem þeir gátu ekki selt til hlutlausra ríkja. Næstu tvö ár voru Bretland og Bandaríkin helstu viðskiptalönd Íslendinga og þangað fór helmingur útflutnings. Árið 1918 var aftur samið um utanríkisviðskipti við Breta en nú höfðu Ítalir, Frakkar og Bandaríkjamenn bæst í hópinn. Þessi samningur gilti til 1. maí 1919 en töluverðar undanþágur voru veittar. Sé litið á fyrri heimsstyrjöldina í heild sinni olli hún Íslendingum ekki miklum vandræðum og Íslenskt efnahagslíf komst fljótt á skrið aftur.
Það urðu hinsvegar öðruvísi breytingar. Þéttbýlismyndun jókst og Reykjavík varð miðstöð landsins. Í byrjun stríðsins bárust skeyti á nokkura klukkustunda fresti og lýstu atburðunum. Íslendingar höfðu mikinn áhuga á fréttunum í Evrópu og fólk stóð í röðum til að fá að vita fréttirnar. Landssíminn, sem þá sá um skeyta sendingar tók upp á því að að hafa opið allan sólarhringinn.
Þann 30. ágúst barst skeyti til landsins um að ráðlagt væri að safna vistum og búðirnar tæmdust. Íslendingar tóku stríðsfréttunum illa og fylltust óhug vegna ástandsins. Menn óttuðust mest skort á nauðsynjavörum. Alþingi kaus fimm manna nefnd til að tryggja landið gegn hættu sem kynni að steðja að því.
Skotgrafahernaður
Heimsstyrjöldin fyrri var ólík öllum fyrri styrjöldum vegna skotgrafahernaðarins. Mikinn hluta stríðsins höfðust herir beggja aðila við í skotgröfum, við mjög léleg kjör.
Skotgrafirnar voru nauðsynlegar, því vopnin voru orðin svo öflug og hraðvirk að ógerlegt var að berjast á opnum velli.
Þegar hermenn klifruðu upp úr gröfunum til árása unnust yfirleitt ekki nema nokkrir metrar og mannfall varð gífurlegt. Þetta leiddi til sjálfheldu sem varaði frá árslokum 1914 fram á sumar 1918.
Margir hermenn eignuðust þó góða vini á þessum langa tíma. Jafnvel menn úr sitthvorum hernum urðu góðir vinir. eitt skipti efndu andstæðingarnir til fótboltakeppni og kepptu af miklum þrótti og næstu stund voru þeir komnir ofan í skotgrafirnar og kúlnahríðinni rigndi yfir þá.
Lok stíðsins
Heimsstyrjöldinni fyrri lauk í nóvember 1918. Undirritaður var smningur um vopnahlé þann 11.11 klukkan 11:00. Bandamenn, sem voru Rússar, Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn, ítalir, japanar, Belgar, Grikkir, Serbar, Prtúgalar og Rúmenar, hrósuðu sigri. Miðveldin; Austurríki, Þýskaland, Tyrkjaveldi og Búlgaría sátu eftir með sárt ennið, en það var ekki sú niðurstaða sem stríðsæsingamenn í Berlín og Vínarborg höfðu í huga rúmum fjórum árum fyrr.
Árið 1919 var haldin friðarráðstefna í Versalahöll við París. Á þessari ráðstefnu gerðu bandamenn svokallaðan Versalasamning við Þjóðverja. Hann kvað á um að Þjóðverjar bæru ábyrgð á heimsstyrjöldinni og þeim var gert að greiða himinháar skaðabætur til bandamanna. Þetta ákvæði hleypti illu blóði í þýsku þjóðina sem leit á samninginn sem sára niðurlægingu. Auk þess þurftu þeir að láta af hendi nýlendur sínar í austri til Póllands og í vestri til Frakklands.
Versalasamningurinn hefur oft verið hafður sem dæmi um það hvernig ekki á að semja frið.
Afleiðingar stríðsins
Stríðið var öðruvísi að því leiti að það færði fólki þjáningar og dauða. Mannfall varð gífurlegt og meira en áður hafði þekkst.
Það lagði líka línurnar fyrir þróun næstu áratuga, plægði akurinn fyrir kommúnisma, fasisma og nasisma og var nokkurskonar forleikur fyrir seinni heimsstyrjöldina.
Ein örlagaríkasta afleiðing fyrri heimsstyrjaldarinnar var byltingin í Rússlandi. Keisarinn var tekinn af lífi og bolsévikar (kommúnistar) stofnuðu Sovétríkin.
Stríðið gerði 3 milljónir franskra kvenna að ekkjum og 10 milljónir barna að föðurleysingjum.
Það eina góða sem stríðið skildi eftir sig var aukið sjáfstraust kvenna, sem jókst til muna og í mörgum löndum fengu konur kosningarétt.