Löngu áður en við komum, þá voru til risaeðlur sem við sáum aldrei því risaeðlur dóu út fyrir 65 milljónum árum því hellisbúar komu fyrir 3 milljónum ára. Enginn veit hvernig þær dóu út en við vitum að þær voru hér og hvenær þær dóu út. Það eru til steingerð bein af þeim sem varðveist hafa í 65 milljónir ára en það segir lítið um risaeðlurnar. Þessar minjar segja um stærð, lögum og vöðvabyggingu risaeðla en ekki um lit risaeðla. Steingerð húð segir ekki um lit þeirra þótt margir halda. Risaeðlur eru kallaðar dinosaur á latínu. Risaeðlur eru mjög fjölbreyttar , t.d það voru risaeðlur í sjónum, á landi og á lofti og voru til margskonar gerðir af risaeðlum, bæði littlar og stórar.

Ný risaeðla í leitirnar

Risaeðla sem líkist krókódíl hefur fundist steingerð í Afríkuríkinu Níger. Þessi risaeðla er 11 metra löng. Það er í fullu samræmi við þessa lýsingu sem eðlunni hefur verið gefið latneska heitið Suchomimus Tenerensis, (krókódílshermirinn frá Tener-eyðimörkinni). Beinagrind skepnunnar vefur varðveist svo vel að vísindamönnum hefur í fyrsta sinn hefur tekist að endurgera alla líkamsbygginguna.
Þessi forneðla hefur verið með alllanga snoppu og keilulaga tennur. Lögun kjaftsins hefur því sem næst nákvæmlega sama og hjá krókódílum nútímans. Að þessu leiti skilur eðlan sig frá öðrum tegundum forneðlna sem höfðu hvassar eggtennur sem nota mátti til að bíta eða rífa sundur kjöt bráðarinnar. Keilulaga tennur þessara eðlu henta betur til að veiða fisk eða snúa limi af bráð eins og krókódílar gera.
Krókódílseðlan hefur þó ekki einungis valdið usla í lífríki vatna og fljóta þegar hún var uppi fyrir 100 milljónum ára. Þessa ályktun má draga af kröftugum afturfótum skepnunnar en þeir hafa verið einkar vel fallnir til gangs eða hlaupa á þurru landi. Framlimir voru mun styttri en meðal klónna á hvorum framfæti var ein allt að 30 cm löng. Þessa kló hefur skepnan að líkindum notað til að halda bráðinni fastri og rífa hold frá beini.
Áður hafa fundist leifar af eðlum sem að einhverju leiti hafa líkst krókódílum og svo mikið er víst að þessar eðlur hafa heint ekki einvörðungu haldið sig við fiskveiðar. M.a. hafa fundist leifar af unga graseðlu í maga einnar slíkrar forneðlu.

Heimildir : lifandi vísindi

Forfaðir slöngunnar fundinn

Slöngur eru frábrugðnar öllum öðrum dýrum vegna getu sinnar til að gleypa óhemjustóra bráð. Slöngur hafa stórt gin og einkar svegjanlega kjálka. T.d. geta þær hreyft hægri eða vinstri hlið efri kjálkans án samræmis við hina hliðina. Með því að hreyfa kjálkahiðarnar til skiptis fram og aftur, þrýsta þær bráðinni niður í kokið.
Ekki eru nú til neinar aðrar tegundir með kjálka af þessu tagi. Jafnvel nánustu ættingjar slanganna, sandeðlurnar, eru með tiltölulega stífa kjálka. Fram af þessu hafa menn ekki getað reiknað út hvernig eða hvar þessi sérstaka aðlögun hefur orðið á þróunarbrautinni.
Nú telja þvír vísindamenn, Bandaríkjamaður, Ástrali og Kanadamaður, sig hafa fundið týnda hlekkinn milli slanga og sandeðlna.
Stórar sandeðlur, sem gátu orðið allt að tíu metrar að lengd og höfðust við í höfunum á krítartímabilinu, hafa nú við nánari rannsóknir reynst búnar kjálkum sem voru einskonar millistig milli þeirra gerða sem nú er að finna hjá slöngum og sandeðlum.
Kjálki einnar slíkrar sandeðlu var raunar með allra fyrstu steingerfingum stórra skriðdýra sem fundust. Það gerðist á 8. áratug 18. aldar. Það er þó fyrst nú sem menn hafa uppgötvað þennan skyldleika kjálkanna sem gerir það að verkum að óyggjandi má telja slöngurnar skyldar þessum eðlum.
Sandeðlurnar fornu höfðu stífan efri kjálka, rétt eins og sandeðlur sem nú lifa en neðri kjákinn var aftur á móti sveigjanlegur eins og í slöngum. Þær höfðu líka aukasett af tönnum í efri gómi og það er enn að finna í slöngum en ekki hjá sandeðlum.
Þriðja sönnun þess að hinar fornu sandeðlur hafsins hafði verið millistig í þróuninni frá eðlu til slöngu, er svo fólgin í því að höfuðskel þeirra var að hluta samgróin. Höfuðskeljar sandeðlna eru gerðar úr allmörgum plötum en í slöngum er höfuðskelin alveg samgróin. Fram af þessu hefur verið álitið að slöngur hafi þróast út frá mjös smávöxnum sandeðlum en nú virðist öllu líklegra að þærséu að langfeðgatali komnar af stórum sandeðlum sem bjuggu í hafinu.


Þróun Mannsins

A. africanus þróaðist frá A. afarensis fyrir u.þ.b. 2,4 milljónum ára. A. africanus kvíslaðist 200.000 - 600.000 árum síðar í A. robustus og Homo habilis, sem þróaðist í sérstaka átt vegna annars kona r mataræðis og lífshátta.
A. robustus var að mestu jurtaæta með stóra jaxla og stóra og sterkbyggða kjálka til að bryðja harðar trefjar. Homo habilis varð kjötæta og fór að stunda ómarkvissar veiðar með áhöldum, sem hann gerði sér til þess. Þessi iðja krafðist hæfileikans til að hugsa.
Steingervingar sýna skipulega mannlega hegðun fyrir u.þ.b. 2 milljónum ára, þegar H. habilis lifði í hópum, sem unnu saman. Fornleifafræðingar flokkuðu þessar fornu menningarhópa eftir þeirri tækni, sem hver þeirra beitti. Þessa flokkun byggðu þeir á ýmsum áhöldum, sem fundust á sérstöku svæði.
Fyrst er að nefna olodowanfólkið (Gorge Olduvai), sem notaði fleygaðar steinvölur og steinabrot (H. habilis). Acheulianfólkið (heilagur Acheuls) í Frakklandi kemur næst í þróunarstiganum. Það skildi eftir sig handaxir og meitla, sem hafa síðan fundizt vítt og breitt í Afríku. Í Austur-Afríku tengjast slíkir fundir tímabili Homo erectus. Nokkrir slíkir fundarstaðir í Kenya (Olorgesailie við Magadi og Kariandusi við Nakuru) eru opnir ferðamönnum.
Tækni Acheulianfólksins þróaðist úr grófgerðum öxum úr hraungrýti (1,5 m. ára) í Koobi Fora í nettari og fínslípaðar axir úr steinflísum fyrir 200.000 árum í Kariandusi. Samtímis breyttist hegðun, líkamlegt útlit og líffræði Homo erectus. Mestu breytingarnar urðu samt sem áður á höfði þessa frummanns.
Árið 1984 fann Richard Leakey næstum heila beinagrind 12 ára Homo erectus drengs vestan Turkanavatns. Einu afbrigðilegu einkenni hans frá nútímamanni eru framstæðar augnabrýr, lágt enni og framstæður munnur.
Fyrir u.þ.b. 300.000 árum fór H. sapiens að þróast frá H. erectus. Yfirlit yfir þennan þróunarferil er mjög óljóst enn þá vegna ónógra upplýsinga. Í Kenya er lítið um steingervinga og áhöld frá þessum tíma, þótt nokkrar vísbendingar hafi fundizt við Baringovatn. Þó er vitað, að H. sapiens var á þessum slóðum fyrir 100.000 árum, því að þrjár hauskúpur fundust í grennd við Omoána í Suður-Eþíópíu. Þegar þar var komið sögu, var maðurinn farinn að veiða antilópur, gasellur og fleiri villt dýr á sléttum Austur-Afríku með góðum árangri.
Nútímamaðurinn kom fyrst fram fyrir u.þ.b. 40.000 árum um biðbik steinaldar, þegar flest áhöld voru gerð úr steinflögum. Fyrir u.þ.b. 20.000 árum fór hann að búa til fíngerðari áhöld úr steini og viði eða beinum til að létta sér daglegu verkin. Steinöldinni lauk ekki í Kenya fyrr en fyrstu ræktendurnir komu frá Eþíópíu (cushitic) og bantu bændur frá frumskógunum við miðbaug í Kongó.
Hinar merku uppgötvanir steingervinga fyrr og nú í Austur-Afríku hafa dregið athygli manna frá Evrópu og Asíu að Misgengisdalnum mikla og akasíusléttunum umhverfis hann sem vöggu mannkyns.

Stegosaurus

Stegosaurus eða kambeðla tilheyrir Stegosaurs ættinni. Er nafn eðlunnar dregið af plötum á baki hennar sem mynda tvær raðir af kömbum. Og enn þann dag í dag eru vísindamenn að reyna að átta sig á því til hvers eðlan notaði þessa kamba og eru uppi margar hugmyndir og nefni ég tvær, annars vegar er talið að eðlan hafi notað plöturnar til að tempra líkamshitann og hins vegar er talið að eðlan hafi notað plöturnar sem varnartæki. Kambeðlan var stór jurtaæta sem gat orðið allt að 9 m á lengd og allt að 5 m á hæð og vóg 2 tonn. Aðal fæða Kambeðlunnar er talin hafa verið burknar og köngulpálmar. Kambeðlan hafði góðar varnir eins og margar aðrar jurtaætur. Hún hafði öflugan hala og aftast á honum voru fjórir gaddar sem hún sló til óvinar síns, eins og áðan kom fram er hugsanlegt að hún hafi notað plöturnar á baki sínu til að hrekja burt rándýr. Þess má geta að heilinn í Kambeðluni var ekki stærri en valhneta. Kambeðlan var dreifð um N-Ameríku á seinni hluta Júratímabilsins.







Dilophosaurus

Dilophosaurus eða Drekaeðla tilheyrir Theropods ættinni. Drekaeðlan var meðal stór kjötæta svona um 6 m á lengd og tæpir 3 m á hæð og vóg ½ tonn. Þessi eðla skaut upp kollinum fyrir rúmlega 200 milljón árum. Hún hafði sterkbyggða afturfætur sem voru tilvaldir til hlaupa. Talið er að Drekaeðlan hafi verið hrææta því kjálkarnir virðast vera fíngerðari í henni miðað við aðra Teropoda. Drekaeðlan var dreifð um N-Ameríku á fyrri hluta Júratímabilsins.

Brachiosaurus

Brachiosaurus eða Þórseðlubróðir var risa jurtaæta, allt að 25 m á lengd og 17 m á hæð og vóg allt að 90 tonn. Og vegna stærðar sinnar er talið að hún hafi ekki átt neina óvini og ef svo vildi til að henni væri ógnað hafði hún öflugan hala til að hrekja burt rándýr. En þrátt fyrir stærð sína er talið að hún hafi náð allt að 25 km hraða á klst. Er talið að Þórseðlubróðir hafi lifað á risafurum og köngulpálmum. Þórseðlubróðir var dreifður um Afríku og N-Ameríku á seinni hluta Júratímabilsins.

Compsognathus

Compsognathus eða Þvengeðla tilheyrir Theropods ættinni og er þetta smæsta fullvaxna risaeðla sem fundist hefur. Þvengeðlan var ekki stærri en hani, var rúmir 60 cm á lengd og vóg 3,6 kg. Þrátt fyrir stærð sína var Þvengeðlan ekkert gæludýr því þetta var grimm kjötæta sem var spretthörð og hafði beittar tennur og telja menn að hún hafi lifað á skordýrum, skriðdýrum og froskum. Hauskúpan á Þvengeðlunni gefur til kynna að eðlan hafi verið með stór augu sem hjálpuðu til við að finna bráð. Það er tvennt sem angrar vísindamenn enn þann dag í dag annars vegar er ágreiningur milli manna um notagildi framhandleggjanna því ekki eru þeir gerðir til gangs né hlaups og fingur eðlunnar eru ekki sérlega góðir til að taka um bráð. Hins vegar er það beinagrind eðlunnar en hún á margt sameiginlegt með beinagrind fugla og eru því vísindamenn enn að leita að vísbendingu um gerð beinagrindarinnar. Þvengeðlan var dreifð um Evrópu á seinni hluta Júratímabilsins.







Archaeopteryx

Archaeopteryx eða Öglir (Eðlufugl) tilheyrir Theropods ættinni og er talið að hann sé forfaðir allra núlifandi fugla. Archaeopteryx var svipaður á stærð og kráka. Talið er að Öglir hafi lifað á skordýrum og litlum skriðdýrum. Vísindamenn greinir á um hvort Öglir hafi flogið, sumir telja að fuglinn hafi hlaupið í stað þess að fljúga því fætur fuglsins voru langir og sterkir. Enn aðrir segja að fuglinn hafi flogið því fjaðrirnar eru svipaðar og á nútíma fugli. Öglir hafði gogg eins og aðrir fuglar en goggurinn var aðeins öðruvísi því Öglir hafði tennur sem hefur komið sér vel á veiðum. Einnig hafði Öglir dálítið sem aðeins einn fugl hefur enn í dag og það eru 3 klær á vængjunum. Þessar klær voru trúlega notaðar af ungviðinu sem nýtti þær til að komast ferða sinna í trjánum. Archaeopteryx var dreifður um Evrópu á seinni hluta Júratímabilsins.

Barosaurus

Barosaurus tilheyrir Sauropods ættinni. Barosaurus er stærsta dýr sem hefur gengið á jörðinni. Þessi eðla var tæpir 20 m á hæð og varð allt að 30 m langur og vóg ca. 70 tonn. Barosaurus var jurtaæta og þurfti því að éta býsna mikið dag hvern. Barosaurus lifði á hverslags jurtum allt frá burknum til risafura. Barosaurus var stór en jafnvel enn stærri þegar hún stóð á afturfótunum og er talið að hún hafi ógnað rándýrum þannig. Barosaurus var dreifður um Afríku og N-Ameríku á seinni hluta Júratímabilsins.
Í lok Júratímabilsins dóu sumar tegundirnar út en aðrar tegundir þróuðust áfram.

Tyrannosaurus Rex

Tyrannosaurus Rex eða Grameðla tilheyrir Theropods ættinni. Grameðlan er stærsta kjötæta sem hefur stígið fæti jörðina allt að 15 m á lengd og 12 m á hæð og vóg 7 tonn. Grameðlan hafði mjög sterka afturfætur og gat hlaupið á allt að 30 km hraða á klst. Má geta þess að hauskúpan er um 2 m á lengd og tennurnar eru um 18 cm langar, hannaðar til að rífa í sig kjöt. Grameðlan hafði líka litla framhandleggi með tveimur klóm á. Þessir handleggir voru svo litlir að þeir náðu ekki upp í kjaft dýrsins en þó telja vísindamenn þá hafa getað lyft mörg hundruð kílóum. Grameðlan lifði á margskonar eðlum en þó aðallega á Andareðlum, Nashyrningseðlum og hugsanlega hræjum. Grameðlan var dreifð um Asíu og N-Ameríku á seinni hluta Krítartímabilsins.
Iguandon

Iguandon eða Grænskegla tilheyrir Ornithopods ættinni. Grænskeglan var stór jurtaæta, all t að 9 m á lengd og 10 m á hæð og vóg 5 tonn. Grænskeglan var með sterkbyggða afturfætur og er talið að hún hafi gengið á tánum líkt og kattadýr í dag. Grænskeglan hafði mjög sérstakar hendur sem hún notaði bæði til að halda á fæðu og til að verja sig, því í stað þumals var gaddur. Grænskeglan lifði á blómplöntum og öðrum trjátegundum og er hún jafnframt fyrsta jurtaætan sem tuggði fæðuna. Grænskeglan var dreifð um Afríku, Evrópu og N-Ameríku á fyrri hluta Krítartímabilsins.

Triceratops

Triceratops eða Nashyrningseðla var stór jurtaæta allt að 9 m á lengd og tæpir 6 m á hæð og vóg 11 tonn. Þessi risaeðla er þekktust fyrir hornin sín sem hún notaði til að verja sig. Einnig notaði hún hornin til að berjast við dýr af sömu tegund. Hornin voru þrjú og meters löng nema það sem var fremst á eðlunni en það var hálfur meter. Nashyrningseðlan gat náð allt að 35 km hraða á klst, og gat því auðveldlega hlaupið af sér rándýr. Nashyrningseðlan lifði á blómplöntum, burknum, laufum og trjágreinum. Fremst á munni eðlunnar var einskonar goggur sem eðlan notaði t.d. til að klippa í sundur og mylja greinar. Nashyrningseðlan var dreifð um N-Ameríku á seinni hluta Krítartímabilsins.

Euoplocephalus

Euoplocephalus eða Gaddygli tilheyrir Ankylosaurs ættinni og er hún þekktust fyrir sína mikilfenglegu brynju. Gaddyglið var ekkert smáræði, tæpir 4 m á hæð og var um 6 m á lengd og vóg 2 tonn. Gaddyglið var jurtaæta og lifði hún á lávöxnum gróðri t.d. burknum og blómplöntum. Eins og áðan kom fram var eðlan mjög vel varin, líkami eðlunnar var allur þakinn plötum líkt og á beltisdýri og og ekki nóg með það því hún var líka alþakinn hornum og á halanum var einskonar sleggja sem var allt að 1 m í þvermál. Eðlan var því vel varin gegn rándýrum. Ef svo vildi til að það væri ráðist á hana gat hún stórslasað og jafnvel drepið óvin sinn með sleggjunni. Gaddyglið var dreifð um A-Asíu, N-Ameríku, Ástralíu og Antartíku á seinni hluta Krítartímabilsins.






Pachycephalosaurus

Pachycephalosaurus eða Skalleðla tilheyrir Pachycephalosaurs ættinni og er haus eðlunnar eitt helsta einkenni hennar. Skalleðlan var jurtaæta sem gat orðið allt að 10 m á hæð og var tæpir 5 m á lengd og vóg ca. 5 tonn. Hún lifði á margskonar jurtategundum s.s. blómplöntum, runnum og trjágróðri. Skalleðlan var með bungu á hausnum sem var úr gegnheilu beini sem varð allt að meters þykk. Eðlan notaði bunguna til að stanga keppinauta um fengitímann og í baráttunni um yfirráðasvæði. Einnig varði eðlan sig með því að stanga óvini sína. Fremst á hausi eðlunnar voru tvö lítil horn sem einnig voru notuð í varnartilgangi. Skalleðlan var dreifð um N-Ameríku á seinni hluta Krítartímabilsins.

Velociraptor

Velociraptor eða Snareðla tilheyrir Theropods ættinni. Snareðlan var meðal stór kjötæta sem varð um 3 m á hæð og var tæpir 2 m á lengd og vóg ca. 60 kg. Snareðlan er talin hafa náð allt að 50 hraða á klst. Hún var með sterkbyggða afturfætur og gat því trúlega náð þessum hraða. Á sinn hvorum fætinum var stór kló og er talið að Snareðlan hafi stokkið á bráð sína og læst klónum í hana og haldið sér þannig á meðan hún drap bráðina. Einnig halda menn því fram að Snareðlan hafi veitt í hópum og þær hafi drepið bráðina þannig að þær skáru hana alla upp og leyfðu svo bráðinni að blæða út. Framhandleggirnir voru ekki síður vel búnar vopnum en afturfæturnir því á hvorri hendi voru 3 klær. Snareðlan hafði líka sterka kjálka og beittar tennur. Snareðlan lifði á margskonar bráð allt frá smá eðlum til stóru grasbítanna eins og Gallimimus og Psittacosaurus. Snareðlan var dreifð um Asíu á seinni hluta Krítartímabilsins.