Komið sæl.
Þetta er ritgerð sem ég skrifaði fyrir sögu 103 í MH. Eins og titillinn segir þá fjallar þetta um ferð hertekna fólksins úr Tyrkjaráninu og vist þeirra í Norður-Afríku. Vinsamlegast ekki afrita hana ef þið eruð að gera um sama efnið en endilega notið heimildirnar.
Nú er um 382 ár liðin frá þeim sorglega atburði sem átti sér stað á Íslandi árið 1627, Tyrkjaránið. Margt hefur verið skráð og skrafað um þennan atburð og sögurnar borist frá öfum og ömmum til barna og barnabarna allt fram til þess dags. En hvernig var Tyrkjaránið, sigling fólksins til N-Afríku og líf þeirra þar?
Í upphaf 17. aldar voru sjórán mikið stunduð út frá ýmsum löndum múslima á norðurströnd Afríku, einkum á Miðjarðarhafi, en oft brugðu þeir sér út á Atlantshafið til Englands og í Norðursjó og sóttust einkum eftir að ræna fólki og selja það í þrældóm. Þessir ribbaldar voru kallaðir Tyrkir, en það hugtak var breiðara á 17. öld en núna og náði í rauninni yfir alla Múhameðs-trúarmenn og jafnvel fleiri. Skipin sem komu til Íslands voru fjögur og þau dreifðust meðal stranda landsins. 20. júní komu eitt af skipunum til Grindavíkur þar sem fyrsta ránið átti sér stað, þar voru teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þann 5. júlí tók annar hópur skipanna land á Austfjörðum og rændi þar dagana 5.-13. júlí. Þar náðu þeir fólki af mörgum bæjum, einkum í Berufirði og Breiðdal, einnig dönsku kaupskipi. Eftir þessa ránsferð var haldið til vestur með suðurströndinni í slagtogi með öðru ræningjaskipi sem nýkomið var.
16. júlí árið 1627 varð átakanlegur atburður í sögu Vestmannaeyja þegar ribbaldar frá Alsír komu þangað á þremur skipum. Ræningjarnir misþyrmdu fólki, svívirtu konur og drápu að minnsta kosti 34 Eyjabúa. Þá Eyjamenn sem ræningjarnir drápu ekki ráku þeir saman í hóp, bundu á höndum og fótum og fluttu síðan út í skip, alls 242 karla og konur. Í allt voru um 400 manneskjur rændar í Tyrkjaráninu.
Tveimur dögum síðar var allt hertekna fólkið í Vestmannaeyjum komið í skip sjóræningjanna, því var haldið föngnum í Dönskuhúsunum á Skansinum, sem var virki Eyjamanna til að halda sjóræningja í burtu, áður en þau voru flutt í skipin. Daginn eftir sigldu þeir á braut með herfang sitt í öllum skipunum, ásamt danska kaupfarinu. Þetta setti mikinn harm og kvein að fólkinu í skipunum þegar það sá eyjarnar og landið hverfa sýnum. Fólkið bað til Guðs um kraftaverk til að geta komist heim aftur. Ræningjarnir virtust miklu mildari á sjó en á landi. Eftir að segl höfðu verið undin upp þá komu ribbaldarnir ekki illa fram við fanga sína þótt skipsmenn sjálfir sættu stundum höggum frá yfirmönnum sínum. Þeir veittu mat og drykk til fanganna. Farið var betur með prestana og fjölskyldur þeirra heldur en aðra fanga. Sumar sögur segja að það var svo mikil þrengsli í bátunum að fólk lágu ofan á hvort öðru. Þeir sem létust um borð var fleygt frá borði. 30. júlí voru skipin komin langt suður í höf. Ástríður Þorsteinsdóttir, eiginkona Séra Ólafs Egilssonar eignaðist barn á þeim tíma. Ribbaldarnir um borð tóku vel á móti því og Ólafur skírði það í laumi. Þann 5. ágúst lentu skipin í mjög slæmu óveðri og voru næstum sokkinn. Í von um að veðrið myndi batna slátruðu menn á einu skipi hrúti til fórnar í trúarlegum tilgangi, hjuggu hann í tvennt og köstuðu hlutunum út á hvort borð og það hreif. Þann 11. ágúst voru skipin komin inná Njörvasund og sjóræningjarnir fögnuðu því að vera næstum komnir heim með feng sinn. Í nokkra daga sigldu þeir í háaustur, stundum þvert um flóa svo breiða að ekki var landsýn og stundum meðfram ströndunum. Um miðjan ágústmánaðar voru menn næstum komnir til Algeirsborgar, sjóræningjarnir fögnuðu en fyrir Íslendinga var þetta annarleg veröld.
Þegar fólkið var komið til Algeirsborgar var það selt til hæstbjóðanda. Algeirsborg var höfuðborg sjóræningja og var illræmt ræningjabæli. Samtök sjóræningjaforingja voru þar mikilsráðandi. Fursti drottnaði yfir borginni og nágrenni hennar. Þegar fólk var boðið fram til sölu var það leitt um borgarstrætin og haft til sýnis á þrælatorgum. Flestir voru seldir sem almennir þrælar en nokkrar konur voru keyptar í hjúskap, þær voru keyptar út í friðleik og gjörvileik. Fyrsta mánuðinn veiktist flestir Íslendingar og létust 31 úr sjúkdómum. Meðferðin á fólkinu var nokkuð mismunandi eftir því hvort það lenti hjá góðu eða slæmu fólki. Það er ekki vitað mikið vitað um afdrif margra Íslendinganna. Verðlagið var mjög misjafnt. Ungmenni voru hærra metin en fullorðið fólk. Algeng störf þræla í Algeirsborg voru til dæmis sem burðarmenn fyrir kaupmenn, kynþrælar (þá gjarnan í kvennabúrum), hestasveinar og ræðarar á galeiðu-skipum þar sem allt að 300 þrælar voru hlekkjaðir við árar og á þremur hæðum og látnir róa á vöktum. Bretar, Frakkar, Hollendingar og margar aðrar þjóðir stunduðu þrælahald í stórum stíl til að halda uppi nýlendum sínum en munurinn á þeim þjóðum og Tyrkjum var að Tyrkir voru að auki með þrælasöfnun. Meðferð kvennaþræla var mun mannúðlegri en í garð óbreyttra þræla. Sem dæmi var Anna Jasparsdóttir sem var seld á háu verði til ríks höfðingja að nafni Iss Hamett. Hún lifði í lystisemdum og var af almenningi kölluð drottningin af Algeirsborg. En það voru ekki allir jafn heppnir og hún. Einar Loftsson vildi ekki taka upp múhameðstrú, eins og almennt var til ætlast af þrælum og var því píndur hræðilega, skorin voru af honum eyrun og framan af nefi ásamt því að vera ristur í andliti. Með eyrnasnepla þrædda á band um hálsinn var hann leiddur um götur Algeirsborgar þangað til hann missti meðvitund og lá þar. Miskunnsamur maður kom honum þá undir læknishendur. Fjórum árum síðar keypti hann sér frelsi. Einn þeirra sem numinn var á brott var Jón Jónson, prestsonur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og var hann aðeins fimmtán ára þegar það gerðist. Það er sagt að Tyrkir hafi lagt mikla rækt við að kenna honum og hann komist til metorða hjá þeim. Hann var harðfengur maður, listrænn og vel að sér. Hann nefndi sig Jón Westmann eftir Vestmannaeyjum. Jón var gerður að skipherra og yfirforingja í flota sjóræningjanna og ferðaðist víða um lönd.Árið 1646 ferðaðist hann til Kaupmannahafnar og var skipaður af konungi til að gera sjókort. Ein mjög þekkt manneskja sem komst aftur til Íslands var Guðríður Símonardóttir, eða Tyrkja-Gudda. Hún var frá Vestmannaeyjum. Guðríður var 10 ár í Alsír, hún þótti falleg ambátt og sonur höfðingjans sem átti hana vildi giftast henni. Eftir 10 ára veru hennar í Alsír var hópur Íslendinga keyptur heim af danska konunginum, hún var leyst út á 262 ríkisdali sem er nokkuð dýrt verð. Margar sögur segja að henni hafi líkað vel við veru sína í Alsír og að hún hafi hreinlega ekki viljað að koma heim aftur eins og aðrir þrælar. Hópurinn var sendur til Kaupmannahafnar og fékk þar uppfræðslu í kristnum fræðum og á móðurmáli sínu veturinn 1636 til 1637. Hallgrímur Pétursson annaðist þá kennslu og var á loka námsári sínu í Frúarskóla í Kaupmannahöfn. Hallgrímur og Guðríður urðu ástfanginn og fóru til Íslands án þess að hann lyki prófi.
Þeir sem enn þraukuðu í ríki Barba, gátu ekki látið af því að hugsa heim til ættlandsins. Tilraunir til að frelsa þrælana báru fyrst árangur með almennri fjársöfnun á Íslandi, í Danmörku og í Noregi. Séra Ólafur Egilsson stóð að henni. Hún hófst ekki fyrr en fimm árum eftir ránið. Samkvæmt skrá sem Íslendingar í Algeirsborg tóku saman árið 1635 vissu þeir um 70 fullorðna Íslendinga sem enn voru “við trú og góða samvisku og á lífi”. Níu ár liðu þar til 34 íslenskir fangar voru keyptir lausir í Algeirsborg og fluttir aftur heim, en aðeins 27 komust heim, restin dóu á leiðinni til baka eða reyndu að hefja nýtt líf á leið til baka.
Tyrkjaránið var einn af hræðilegustu atburðum Íslendinga. U.þ.b. 400 manns voru rænd og sent út til Alsír þar sem aðeins ævilangt helvíti beið þeirra. Ekki er vitað mikið um ferðir þeirra og vist þeirra í N-Afríku, en víst er að flestir voru ekki með heppnina með sér og urðu almennir þrælar eða verra. Sögurnar af Jóni Westmann, Einari Loftssyni og fleirrum eru öll mismunandi dæmi um hvernig vist þræla voru í N- Afríku og hvernig meðferð þau fengu. Sumir þrælar voru nógu heppnir að geta keypt frelsi sitt og farið aftur heim eða fengið annan til þess að kaupa það fyrir sig en mjög margir komust aldrei aftur heim.
HEIMILDIR TIL NOTKUNAR
Netheimildir:
http://www.ismennt.is/vefir/eyglob/sagave/brott.html - Haldið brott
http://www.ismennt.is/vefir/eyglob/sagave/med.html - Meðferðin á fólkinu
http://www.heimaslod.is/index.php/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0 – Tyrkjaránið
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5743 – Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5738 – Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?
http://ferlir.is/?id=3383 – Tyrkjaránið I
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5770 – Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
http://vefir.mh.is/palmagn/vefur303/gudridur.html - Guðríður Símonardóttir
http://vefir.mh.is/palmagn/vefur303/medferd.html - Meðferð á fólki
Bóklegar heimildir:
Gunnar Karlsson o.fl., Fornir tímar. Mál og menning. 2. útgáfa 2007.
Jón Helgason. Tyrkjaránið. Setberg Reykjavík. 1963.
Jón Helgason. Öldin sautjánda minnisverð tíðindi 1601-1700. Iðunn Reykjavík. 1966.
Einar Laxness. Íslands saga S-Ö. Vöku-Helgafells Reykjavík. 1995
Ritgerð var skrifuð af mér, Sindra Dan Garðarssyni.