Stutt æviágrip Adolfs Hitlers 20.04.89 - 31.04.45 Stutt æviágrip fyrir átrúnaðargoðið mitt. Því miður gatég ekki gert það betra eða lengra en þetta því ég vildi notast sem minnst við Wikipedia og einu bækurnar sem ég fann um hann voru lítil sem engin hjálp.

Adolf Hitler fæddist kl. hálf sjö að morgni þann 20. apríl 1889 í Braunau am Inn, Austurríki en foreldrar hans voru Alois og Klara Hitler, en ekki er alveg víst um móðurina.

Adolf Hitler gekk í kaþólska klausturskólann Lambachsstifti 1895 og haft er eftir skólastjóra skólans að Adolf hafi eitt sinn verið vikið úr skóla fyrir að reykja í klausturgarðinum. Hitler var annars fyrirmyndar nemandi, fékk hátt í öllu nema söng, teikningu og leikfimi. Öðru máli gegnir hins vegar síðar þegar hann gengur í gagnfræðiskóla ríkisins í Linz. Þá fór honum að fara ögn aftur og þurfti að sitja eftir í fyrsta bekk.

Eftir nokkur ár ákveður Hitler að gerast listmálari en faðir hans þvertekur fyrir það. Og svona til þess að orða skólagöngu hans: hann var letingi vegna listarinnar, skussi í skólamog lærði bara það sem hann hafði gaman af og hélt að myndi nýtast honum í listmálun.

Fátt er að segja af unglingsárum hans: hann fór á hæli fyrir munaðarlausa og loks á Karlmannaheimilið Brigittenau og varð seinna meir auglýsingateiknari. Og árið 1913 fara hlutirnir að gerast. Hitler fer að sækja drykkjuskálann ,,Schwemme‘‘ og rissar þar oft í teikniblokk sína. Adolf byrjar smátt og smátt að halda pólitískar ræður í Schwemme og fær hann brátt mörg eyru sem á hann vilja hlýða.

Svo kom stríð. 1914 byrjaði heimstyrjöldin fyrri og eftirfarandi setningar úr munni Hitlers sjálfs lýsir upplifun hans á því: ,,Það veit sannur guð að styrjöldin 1914 kom ekki í óþökk lýðsins, öll þjóðin þráði hana,‘‘ ,,Mér urðu þessar stundir sem endurlausn frá gremjutilfinningum æskuára minna. Ég skammast mín nú heldur fyrir að segja það, að ég falli á kné, uppnuminn af hrifningu og þakkaði guði af öllu hjarta..‘‘ Þó svo að stríðið hafi reynst honum svo kært tókst honum að koma sér undan herskyldu árum saman. En seint um síðir mætti hann til herskyldu þann 5. febrúar 1913. Þá hefur hlakkað í honum að eftir læknisskoðun var hann talinn veikburða og óvopnfær. Samt sem áður bauð hann sig fram sem sjálfboðaliða hjá Bæverjum og starfaði þar í 16. varafótgönguliðssveit Bajerns og kölluð var List-hersveitin eftir List ofursta. Í stríðinu þjónaði hann sem boðberi og vann þó nokkrar orður, var fínn smjaðrari og með því varð hann ýkja óvinsæll meðal félaga sinna. En hvernig var það að Hitler var þó bara liðþjálfi eftir allan þennan tíma og mikinn árangur? Jú, eins og yfirliðsforingi hans sagði: ,,Aldrei mun ég láta slíkan móðursýkissjúkling fara fyrir nokkurri hersveit,‘‘.

Eftir stríðið átti hann engan samastað og leitaði skjóls í Múnchen í bjórstofum þar sem hann hafði eignast sína fáu og eiginlega einu vini. Þegar ráðstjórnin réð í Bajern tók hann upp málsstað sósíaldemókratísku-stjórnar. Þaðan vann hann sig upp í æðstu stöður með einstökum áróðri og hnitmiðuðum ræðum. Eftir valdanám Hitlers vinnur hann sig hærra og hærra. Á leið sinni stofnar hann nasistaflokkinn sem mér skilst að sé blanda af jafnræðissinnum (kommúnisma) og rasisma og SA-flokkinn. Á hinum ýmsu fundum og ræðuhöldum lét hann aldrei sjást í andlit sitt með hinum lævíslegustu ljósabrellum og þurrís. Loks varð hann kanslari Þýskalands og fyrirskipaði innrás inn í Pólland til þess að ´´ná aftur gömlum Þýskum landamærum´´. Brátt fóru allar hans ráðagerðir út um þúfur, Bretland og Bandaríkin fóru að blanda sér í þetta og seinni heimsstyrjöldin byrjaði.

Ótrúlegt hvernig Hitler náði að halda í traust Þýskalands og hinna Öxulríkjanna, hann var sannarlega meistari áróðursins. Hin umdeilda stefna Hitlers gegn gyðingum var örugglega það hryllilegasta sem Hitler var valdur að. Gyðingum hvaðanæva úr Þýskalandi var safnað saman og settir í gasklefa.

Eitt af undarlegheitum og allri kaldhæðninni kringum Hitler var að hann vildi hreinan kynstofn: aðeins hávaxið, ljóshært og myndarlegt fólk, en sjálfur var hann ekki ýkja hávaxinn, um það bil 173 cm, svarthærður og ekki sá fallegasti í Þýskalandi þá dagana. Svo og vildi hann enga gyðinga og taldi þá ómerkari kynstofn og illa lyktandi en sjálfur var hann einn áttundi gyðingur, að talið er.

Síðustu daga sína átti Hitler í loftvarnarbyrgi sínu í Berlín, öruggur fyrir innan Berlínarmúrinn. Þá var hann orðinn vitstola og sendi áfram hinar undarlegustu skipanir um tilgangslausar árásir.

Dauðadagi Hitlers er mjög umdeildur og sagnfræðingar ekki alveg með á hreinu hvað varð Hitler að bana þann 31. apríl 1945. Fyrstu sagnirnar um dauða Hitlers voru blásnar burt og nasistum talið trú um að Hitler hefði flogið með herþotu til Danmerkur og dveldist þar en brátt kom önnur kenning frá svissnesku blaðakonunni Carmen Mory um að foringinn dveldist á búgarði í Bajaralandi ásamt Evu Braun eiginkonu sinni, systur hennar og eiginmanni en þau myndu fremja sjálfsmorð ef einhver maður í einkennisbúningi nálgaðist bæinn og því yrði Mory að fá að vinna sjálf að því að finna Hitler. Líklega notaði hún þennan fáránlega framburð til þess að fresta aftöku sinni en hún átti yfir sér dauðadóm. Önnur tillaga var frá Dönitz flotaforingja en hann sagði að Hitler hefði dáið í fremstu víglínu í bardaga. Sú tilgáta var studd af framburði Dr. Spáth sem sór þess eið að hann hefðu hlúað að Hitler í loftvarnarbyrginu hans eftir að hafa særst í lunga eftir rússneskt sprengjubrot. Í dag er hins vegar nánast vitað með fullu að þann 31. apríl að Hitler og Eva Braun tóku inn eitur og skutu sig í loftvarnarbyrginu, en ekki er hægt að staðfesta það þar sem rússar höfðu lík þeirra undir sínum höndum.

Heimildir:
Wikipedia.com
The Last Days of Hitler eftir H. R. Trevor-Roper
Ævi Adolfs Hitlers eftir Konrad Heiden