Fyrr á tímum hafði fólk ekkert rafmagn og ekki mikið af ljósi til að auðvelda sér lífið. Fólk þurfti að nota steinolíulampa til þess að lýsa veginn og í vetrar myrkrinu hér á Íslandi var mjög erfitt að sjá fram fyrir sig. Gasið og steinolían lyktuðu illa og voru eldfim og því var mikil eldhætta í kringum þessa ljósgjafa. Gaslýsing var notuð til að lýsa upp götur í ýmsum stórborgum, fyrst í London árið 1803 en ekki fyrr en árið 1910 í Reykjavík.
Í Bandaríkjunum árið 1847 fæddist maður að nafni Thomas Alva Edison. Þegar Edison var ungur og vann sem blaðadrengur í járnbrautalest gerði hann margar tilraunir og kom sér upp tilraunastofu í einum vagni járnbrautalestarinnar. En hann var þó rekinn á endanum. Edison fann upp margar gagnlegar uppfinningar s.s. hljóðritarann, hljóðnemann, Edison-prentarann, fyrstu kvikmyndavélina, fjölritarann o.m.fl.. Hann var einn af mörgum sem reyndu að búa til raflampa (glólampa) í stað þess að hafa hina eldfimu steinolíulampa. Edison fékk flugu í höfuðið þegar hann var að veiða og braut óvart veiðistöngina sína sem var úr bambusi. Seinna um kvöldið kastaði hann stönginni í varðeldinn og tók eftir því hve mikið stöngin glóði, án þess að molna í sundur. Þessi atburður leiddi til þess að Edison reyndi að búa til ljósaperuna. Hann byjaði að kynna sér rafmagn og kanna hvernig hann ætti að búa til ljósaperu árið 1877. Edison tókst svo að búa til fyrstu ljósaperuna, eftir eins árs þrotlaust starf, árið 1879.
Það reyndist alls ekki vera barnaleikur fyrir Edison og 50 aðstoðarmenn hans að búa til ljósaperu. Aðalvandamálið var að finna réttan kolefnisþráð, því að glóðun hans er uppspretta ljóssins sem kemur frá ljósaperu. Þráðurinn varð að hafa mikla mótstöðu og vera glóandi en með litlu geislayfirborði. Edison sendi menn alla leið til Amozon frumskógarins og í skóga í Japan til þess að reyna að finna rétta efnið í þráðinn. Alls gerði hann um 6000 tilraunir með þessa þræði. Á endanum tókst Edison að þróa rétta þráðinn sem var úr kolaðri bómull, (síðar var notaður þráður úr koluðum bambustrefjum).
Til þess að fá ljósaperuna til þess að lýsa þurfti ýmsa fylgihluti og Edison var það klár að hann hannaði alla þessa hluti, allt frá rafli til perustæðis. Edison fékk svo einkaleyfi á öllum þessum hlutum eins og á hinum mörgum hlutum sem hann bjó til (alls hafa uppfinningar hans verið um 1300). Fyrsta ljósaperan var frekar frumstæð og logaði í um 40 klukkustundir. Fyrstu ljósaperur Edisons voru notaðar í gufuskipið Columbia og í fyrstu rafveitu hans sem var komið upp í New York árið 1883. Þessi rafveita var fyrsta rafveitan í heimi.
Eins og áður kom fram þá var ljósaperan alls ekki auðgerð og frá þeim tíma er Edison fann upp ljósaperuna og þangað til nú þá hefur ljósaperan verið töluvert bætt. Þegar Edison smíðaði fyrstu ljósaperuna sína notaði hann kolaða bómull í glóþráðinn, en í dag er þráðurinn úr volframi. Sterkari ljósaperur hafa verið framleiddar af hinum ýmsu fyrirtækjum (t.d. af fyrirtækinu Osram) og er algengasti styrkleiki ljósapera 40 og 60 wött. Ljósperur í dag loga einnig lengur en í 40 klukkustundir, þær geta logað í marga mánuði. Þegar Edison fann upp sína fyrstu ljósaperu var peran lofttæmd en annað er gert í dag.
Ljósið er skrýtið, en þó öflugt fyrirbæri og á alveg ótrúlegan hátt tókst mönnum að beisla rafstraumi inn í peru og búa til ljós. Þessi pera er full af nitri eða óvirkri lofttegund (t.d.argoni) til að hindra að glóþráðurinn brenni jafn hratt og hann mundi gera ef hann væri í súrefni. Stundum er lofttegundin blönduð halógeni (t.d. joði, klóri eða flúori) sem gerir kleift að hækka hitastig glóðþráðarins og auka nýtni lampans. Rafstraumuri er hleypt í gegnum skrúfuganginn (oft er venjulegur skrúfugangur nefndur “Edison skrúfugangur” eftir Edison), eftir að peran hefur verið skrúfuð á peruhölduna. Straumurinn berst svo inn í tengingarnar við glóðarþráðinn, sem eru í loftþéttu hylki. Að lokum þá berst rafstraumurinn að glóþræðinum, það kviknar í honum og það verður ljós.
Ljósaperan er ein merkasta uppfinning mannsins og hún gegnir margþættu hlutverki. Hún lýsir upp alla vegi okkar hvort sem er heima hjá okkur, í vinnu eða á göngu um götu borgarinnar. Eftir tilkomu hennar breyttist margt. Betri lýsing var á heimilum fólks og þar af leiðandi hafði fólkið það betra. Minni eldhætta stafar af ljósaperum en kertum og svo er ljósaperan einföld og þægileg í notkun. Þegar Edison fann upp ljósaperuna eyddi hann um 30.000 dölum í verkið og það borgaði sig svo sannarlega að hann eyddi öllum þessum peningum, því að hún er miklu ódýrari í notkun en steinolíulamparnir sem notaðir voru fyrr á dögum. Því má segja að Edison hafi sparað okkur, fólkinu sem nú lifir, mikla peninga og fyrirhöfn, því eins og áður hefur komið fram fann hann upp ljósaperuna.
Edison var frábær uppfinningamaður og á alveg ótrúlegan hátt tókst honum að búa til þessa yndislegu ljósaperu. Mörgu fólki fannst það ógerlegt, en hann hélt ótrauður áfram og uppskar svo sannarlega eins og hann sáði. Ef Edison hefði ekki notið við hefði kannski einhver annar ljósagjafi verið fundinn upp af öðrum vísindamanni og heimurinn orðið gjörólíkur þeim sem hann er í dag. Eftir tilkomu ljósaperunnar hefur lífið hjá fólki batnað til muna. Það þarf aðeins að ýta á einn takka og þá er komið ljós, í stað þess að þurfa að vera að vesenast við að kveikja á steinolíulampa eins og í gamla daga.
Þess má geta, svona í lokin, að helstu heimildir þessarar greinar eru bækurnar Afburðamenn og örlagavaldar (2.bindi), Saga mannkyns (12.bindi) og Alfræði unga fólksins.
Passaðu þrýstinginn maður!!