Going wacko!!! in Waco! Öfgar í Ameríku.

Þessi setning er enn í dag gjaldtæk og í góðu gildi gott fólk, en þeir atburðir sem gerðust á tíunda voru aðeins til að kynda undir það hatur sem kraumaði undir niðri hjá fjölda fólks, sem var orðið frekar þreitt á þeirri kúgun sem stjórnvöld virtust beita saklausa borgara í ómældu magni.
Það sem er jú reyndar kristalhrein staðreynd er, að vopnaeign íbúa Bandaríkjana gegnir vægast sagt úr öllu hófi fram, meira en 30.000 manns deyja í Bandaríkjunum vegna skotárása, svo er verið að kvarta yfir mannfalli í Írak í dag.
Það er einmitt viðfangsefni þessa kapitula, en þegar yfirvöld komust á snoðir um vissan sértrúarsöfnuð sem var farin að sanka að sér óvenju miklum birgðum af vopnum ákváðu yfirvöld að grípa inn í málið, áður en illa færi.
Maður að nafni David Koresh hafði einmitt stofnað sértrúarsöfnuð á bóndabýli sínu í Waco, Texas. Hann hafði boðað sína einlægu sannfæringu, að heimsendir væri yfirvofandi og allir meðlimir trúarhóps hans, ættu að grípa til vopna, fyrir komandi átök við hin illu öfl heimsins.

“The Davidians” eins og þeir meðlimir öfga-sértrúarsafnaðirns voru kallaðir, eða fylgjendur Davíðs!, trúðu David Koresh, í einu og öllu. Er yfirvöld reyndu að fá að kanna aðstæður á bóndabýlinu hans varðandi lög um rafmagnseftirlyt, vatnslagnir ofl, neitaði David þeim staðfastlega aðgang að sínu búi.
Enn eitt umsátrið virtist hafa litið dagsins ljós, en núna voru yfirvöld undir vökulum augum nýtísku myndavéla sjónvarpsstöðva, og hvert fótmál þeirra var vandlega skráð.
Þetta vakti um leið mikla athygli allra Bandaríkjamanna, sem um leið hópuðust á staðinn til að fylgjast náið með framvindum mála.
Einn þeirra sem ákvað að fylgjast með þessu máli mjög svo og náið, var fyrrverandi landgönguliði í US Marines, sem hafði barist í fyrra Persaflóastríðinu.
Þessi viðkomandi aðili, hafði þann starfann að ferðast á milli byssu-sýninga til að selja hnífa, ásamt að því að selja vissa en mjög vinsæla bók, sem hafði komið út nokkrum árum áður, þ.e. “The Turner Diaries”. Þar hvatti hann alla þá sem keyptu bókina að kynna sér vel þann boðskap sem hún færði, að nú væri tímar uppreysnar þeirra fáu en sérvöldu, og sönnu ættjarðarsinna, sem vissu sannleikann, gegn hinum spilltu stjórnvöldum landsins.
Nú flest ykkar eru eflaust í fersku minni þegar FBI og ATF reyndu að brjóta sér leið inn í búðir David Koresh, t.d. þegar einn ATF-Sérsveitarmaður var staddur ofan á hallandi þakinu og ætlaði inn um gluggan þar, nema ATF-Sérsveitarmaðurinn komst ekkert áleiðis vegna dynjandi kúlnahríð sem kom innan frá. Kúlurnar þutu í gegnum timburveggina og ATF-Sérsveitarmaðurinn mátti launa skothelda vestinu líf sitt.
Þetta var allt sýnt í beinni útsendingu um gervöll Bandaríkin. Einhver brynvagn með stálrör standandi 10 metra fram fyrir sig reyndi að ryðja sér leið í gegnum veggi jarðhæðarinnar að nema þá gerðist eitthvað, það virtist kvikna í öllum hæðum bóndabýlsins í einu, og það undan stálröri brynvagns sem braut aðeins einn timburvegg!
Áður en nokkur maður gat rönd við reist var allt bóndabýlið alelda. Það fólk sem horfði á þessa atburði í beinni útsendingu var fljótt að skella skuldini á stálstangar-brynvagnin!

En það sem er öllum kunnung að David Koresh tókst að myrða alla þá meðlimi sína, konur og börn.
En það sem hnífasölumaðurinn sá gerast, fyrrverandi Landgönguliðinn, var ekkert annað en kúgun stjórnvalda að hans mati, og núna hafði stundin runnið upp! Það var komin tími til að láta fyrir sér finna, og vitið þið hvaða bókmenntir og skildulesningu hann notaði sem fyrirmynd?

Einmitt, verk Earl Turner gegn hinum illu stjórnvöldum USA!
Earl Truner hafði skipulagt eftir áralanga kúgun þegna USA, að sprengja upp Aðalskrifstofur FBI!
Stórslys var yfirvofandi gagnvart hundruð saklausra barna og þegna USA!

En hver var þessi dularfulli hnífasölumaður?

19. apríl 1995…
“Þessi tíðindi voru rétt í þessu að berast okkur…. En það virðist hafa sprungið geysiöflug sprengja fyrir utan ríkisbyggingunna í Oklahóma borg!…”, "Nær öll framhlið byggingarninnar virðist hafa hrunið, en þetta hefur ekki ennþá verið starfest….

Þetta eru þær fréttatilkynningar sem heyrðust um gervöll Bandaríkin, er ný-nasistinn Timothy McVeigh ákvað að til láta skara skrýða gegn stjórnvöldum Bandaríkjana. Hann er þessi Landgönguliði sem seldi hnífana á byssu-sýningunum auk ”The Turner Diaries“.

Þegar yfirvöld og björgunarmenn þeirra atburða sem áttu sér stað í Oklahoma borg, 19. ágúst 1995, gerðu sér grein fyrir því hvað hafi gerst í raun, og hafist handa samkvæmt viðbrögðum almannavarna, hafði almenningur í Bandaríkjunum þegar náð þeim árangri að standa saman, í sinni sorg og áfalli. Engin slíkur atburður hafði gerst allt frá því að Japanir höfðu ráðist á Bandaríkin, herstöðina í Pearl Harbour.
Þetta virtist vera verk illra afla sem væru á vegum djöfulsins. Tugi barna voru meðal fórnarlamba, þar sem leikskóli var starfsræktur í miðri bygginguni, fyrir þá foreldra sem voru starfsmenn hins opinbera.
Það sem kom lögregluyfirvöldum á sporið og til að sakfella Timmothy McVeigh fyrir þessa hrottalegu atburði voru, að lögreglumaður sem var á vakt á þjóðvegum Oklahoma borgar hafði gefið ökumanni þá skipun að leggja bifreið sinni án tafa utan í vegkanti, fyrir það að bifreiðin sem hann ók hafði ekki annað afturljós bifreiðarinnar í lagi.
Það sem vakti strax athygli lögreglumannsins sem stöðvaði ökumanninn, voru ljósritaðar blaðsíður úr ”The Turne Diaries“!

Þessi ljósrit voru meðal þeirru fyrstu sönnunargagna gegn Timmothy McVeigh í máli hins opinbera gegn honum fyrir hryðjuverkin í Oklahoma borg, í raun sönnunargagn NR:1.
Þegar dýpra er kafað í þetta mál kemur fram að Timmothy McVeigh hafði hringt eitt símtal í vissan sértrúarsöfnuð sem var reyndar ekki svarað, rétt áður en hann sprengdi í loft upp opinberu bygginguna í Oklahoma borg! Þessi sértrúarsöfnuður sem Timmothy McVeigh reyndi að hringja í er einmitt stýrður af William Pearce, höfund ”The Turner Diaries", fyrrverandi félaga George Lincoln Rockwell.
Þegar þessar sannanir komu fram í dagsljósið hrundi fylgi ný-nazista í Bandaríkjunum. Það sem þessi atburður leiddi af sér var að núna stóðu eftir þeir sem voru öfgasinnaðir einstaklingar sem studdu Timmothy McVeigh í einu og öllu.
Því miður heldur þessi sorgarsaga áfram í dag því engin er hultur í Bandaríkjunum gagnvart verkum og hroðaverkum ný-nazista.

Nýjustu dæmin sanna sig sjálf.

Núna eru ný-nazistar í Bandaríkjunum að nýta sér en einn rétt þeirra, en sá er þeirra réttur til að yðka trú sína. Þeir leiðtogar sem stjórna núverandi ný-nazistasamtökum í USA vilja hvítþvo hendur sínar á þeim voðverkum sem hér hefur áður verið fjallað um. Þeir gefa þá einföldu ástæðu að þeir, sem leiðtogar ný-nazista í USA, geta ekki tekið þá persónulegu ábyrgð, sem vissir einstaklingar vilja framkvæma sem um getur í “The Turner Diaries”.

Séra Richard Butler er einn þeirra leiðtoga ný-nazista í USA. Hann notar fána Ísraels ríkis sem dyramottu heima hjá sér. Richard Butler hefur tekist það að hópa að sér allt það hvíta-drasl fólk, Bandaríkjana í sinni viðleitni gagnvart kynþáttahaturs síns. Hér eru stuðningsmenn Butlers, bókstaflega krúnurakaðir sem ógna öllum þeim sem eru á móti þeirra málsstað.

White Power! öskra þeir krúnurökuðu er þeir marsera um stræti Bandaríkjana!
Richard Butler vonar að einn dag muni heimurinn upplifa þá hamingju, að engin gyðingur muni vera á lífi meðal þeirra!
Ungliðar-Hitlers láta til skara skríða í USA!

“Hitler's Jugend”

6. desember 1995: James Burmeister, myrðir af handhahófi tvo blökkumenn er þau nutu göngu sinnar.

7, júní 1998.:
Stuðningsmaður nazista John Kean, er ákærður fyrir hrottalegt morð á James Bird sem er blökkumaður.

20. apríl 1999:
En þeir atburðir sem gerðust 20. apríl 1999, eða á afmælisdegi Adolf Hitlers, eru sú versta áminning okkar tíma, varðandi hvað ný-nazistar og sú óháða og frjálsa vopnaeign Bandaríkjamanna getur haft í för með sér. Afleiðingarnar eru vægast sagt hrikalegar.

En þessir tveir ungu drengir ákváðu, að mæta í skólann sinn með alvæpni í þeim tilgangi að myrða sem flesta skólafélaga sinna og kennara. Þeir höfðu merki þýska hersins,“Deutche Wehrmacht”, úr seinni heimsstyrjöldinni á einkennisbúningum sínum, sem þeir klæddust þennan örlagaríka dag.
Er þeir ruddust inn í Columbine-skólann gáfu þeir hvor öðrum skipanir á þýsku, og höguðu sér eins og strang-agaðir þýskir hermenn. Þeir myrtu hvern þann nemanda sem varð á þeirra vegi og það sem vakti furðu sérsveitarmanna lögreglunar, sem fór yfir öll myndböndin, var að þeir skutu ekki aðeins nemendurna með köldu blóði, heldur með þeim hætti eins og sérsveitir lögreglunar og hersveita gera?

Hvaðan fengu þessu ungu morðingjar þessa vitneskju? En þegar sérþjálfaður hermaður hleypir skoti af á fórnarlamb úr hálfsjálfvirkri vélbyssu, t.d. MP-5, þá hleypir sérsveitarmaðurinn af morð-skotinu, nema það sem gerist hér eftir að sérsveitarmaðurinn fylgir hinu meinta fórnarlambi niður, með MP-5 vélbyssuna ávalt beint að því til að tryggja að viðkomandi skotmark væri KIA! Killed In Actoin.
Seinna meir komust menn að því að allar þessar upplýsingar sem morðingjanir höfðu, voru fengnar úr hinum nýju og margslungnu tölvuleikjum sem morðingjanir spiluðu dag eftir dag.

En morðæðið heldur áfram, og er annar morðingjana kemur að einni skólastúlku sem er örvringluð af hræðslu og er með augun lokuð er hún biður Guð um vægð, þá hleypir morðinginn skoti af og tekur stúlkuna af lífi í köldu blóði.
Er líður á atburðinna ákveða þessir tveir morðóðu einstaklingar, sem dáðu öll verk Adolf Hitlers, að svipta sig lífi…

Þessir atburðir gerðust í Columbine framhalsskólanum eru aðeins eitt af þeim dæmum sem við getum dregið af leiðsögn ný-nazista í dag!

Í dag þarf lögreglan í Berlín að hafa vopnaða verði hjá bænahúsum gyðinga, 24 tíma sólarhrings og er ástæðan tvíþætt. Annars vegar er yfirvofandi ógn gegn hryðjuverkum og hinsvegar hafa bænahús gyðinga sætt æ oftar árásum frá ný-nasistum í Þýskalandi. Nýnazistar hafa oxið fiskur um hrygg og virðast vera eflast með hverjum deginum.
Ég vona að þessar greinar hafi opnað skilning ykkar á að þeirri staðreynd að öfgasamtök eins öfgakend eins og ný-nazistar eru í dag geta haft afdrífarík áhrif á komandi framtíð okkar…


Heimildir:
Ian Kershaw Prófesor í Sagnfræði
History Channel