Nýr leiðtogi tekur við völdum Neo-Nazis USA.
Árið 1970 hafði maður að nafni Frank Cullin, stigið fram í sviðljósið sem hinn nýskipaði leiðtogi ný-nasista í Bandaríkjunum. Hann sagðist líta á sig sem hermann, sem væri eingöngu að gera skildu sína gagnvart foringjanum “Der Fuhrer”. Ég trúi því innilega að Adolf Hitler, hafi lagt fyrir okkur þær siðferðisskildur og heimsspeki nasita, sem er ekkert annað en áætlun sameiningar hins æðri hvíta-kynstofnsins. George Lincoln Rockwell höfusmaður kendi okkur hvernig þetta muni virka og ganga hérna í Bandaríkjunum. Þeir létust báðir fyrir málstaðinn. Þar af leiðandi tel ég mig einungis vera að fylgja eftir beinum skipunum þeirra sem voru mér æðri og lögðu grunninn að veldinu.
Árið 1977 kom nýnazista flokkur Collins í hámæli og svisljós fjölmiðla, þegar Collins gerði aðsúg og áreitti lítið samfélag í Illinois fylki, Skokie. Þetta barst alla leið til hæstarétt bandaríkjana.
Það sem Collins krafðist og fór fram á var að halda kröfugöngu í Skokie. Þessir atburðir kölluðust, “The Skokei right to march case”, eða “Hin Réttmáta Skokie-kröfugangan”.
Það var fyrir útsjónarsemi Collins og hans vitneskju á að framkvæma sinn rétt, frá fyrsta hluta stjórnarskrár Bandaríkjana, að mega tjá og segja sína skoðu,n frjálslega og án afskipta einstaklinga eða yfirvalda, og um leið vera og njóta verndarvæng lagana verða.
Collins hafði áreitt bæði gyðinga og blökkumenn í földa ára og hélt meira en 40 nazistaræður í almenningsgörðum Chicago borgar. Það vakti athygli að aðeins í einu tilfelli sló í brínu á milli deilanda á þessum fundum. En af hverju var Collins knúin til að ögra þeim fryðsælu íbúum Skokie, úthvefi Chicago borgar, þar sem gyðingar voru meirihluta? Það sem Collins vissi einnig var að á meðal þeirra gyðinga sem bjuggu þar voru fjölmargir gyðingar sem höfðu komist lífs af úr útrýmingarbúðum eins og Auschwitz-Birkenau, Dachau, Sobibor og Bergen-Belsen þar sem Anna Frank lést.
Borgaryfirvöld Chicago höfðu nefnilega bannað Collins og ný-nazista samtökunum að halda ræður sínar í almenningsgörðum Chicago borgar. Collins vissi að þetta bæri í bóga við stjórnarskrá Bandaríkjana, þannig að hann hófst þegar til handa, við að koma boðskap ný-nazista til skila, sem hann var í fullum rétti samkvæmt landslögum.
Það má segja að fyrirætlun Collins hafi ýtt á undan sér mikla höggbylgju varðandi uppgjör og þá bitru staðreynd að öfgasamtök eins og ný-nazistar hafa löggefið vald að básúna það sem 60.000.000 létu lífið fyrir í WWII til að yfirbuga og þagga niður, Fasisma.
Þessi tíðindi náðu að ýfa upp allar þær slæmu minningar gyðinga, sem sumir hverjir voru kannski nýbúnir að ná sáttum við og grafa sem dýpst í sínum minningum. En eins og blautri tusku væri kastað í andlyt þeirra gyðinga sem töldu sig búa í landi réttlætis og sátta, birtist einstaklingur sem forsprakki samtaka sem lög landsins studdu.
Gyðingar um gervöll Bandaríkin fóru að vígbúast, þeim gyðingum sem bjuggu í Skokie til varnar, þeir voru það ákveðnir og ævareiðir að hið forna hebreska lögmál sem Móses boðaði, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, skildi yðkað án afláts og með miklum móði. Það má segja að stálin stinn mundu mætast í þessu litla og friðsæla úthverfi Chicago borgar og í landi hinna frjálsu.
Nú var að láta til skara skríða hjá Collins og láta sverfa til stálsins. Eru lög landsins bara einskins verð, spurði hann. Collins ákvað að leita til “Americans Civil Liberties Union”. Þessi samtök ákvöðu að taka mál Collins og flytja það fyrir landslögum.
En það er ein staðreynd alls þessa mikla máls, sem er má segja sú mest hjákátlega, ótrúlega og er lituð svörtum húmor, að lögfræðingur “Americans Civil Liberties Union” sá sem tók mál Collins og varði það fyrir rétti var, gyðingur. Einmitt, David Gouldberger.
En máliktan var sú að Collins fékk aftur það leifi að flytja ræður sínar í almenninggörðum Chicago borgar. Collins þar af leiðandi fór aldrei inn í Skokie með nazista-hakkrossprídda kröfugöngu sína.