Sagnfræðitrivian snýr aftur Já ég tók mig til og hrærði í sagnfræðitriviu númer 9, en nú er rúmt ár síðan síðasta trivia kom.
Triviuna er að finna á hugi.is/saga og fyrst ég er nú búinn að gera þessa tilkynningu get ég allt eins skellt henni hingað.

Það er nú ekki hefð fyrir því að stjórnendur komi með tilkynningar sem greinar en ég geri það þó núna til þess að vekja athygli á triviunni á forsíðu, en ég get ímyndað mér að nokkurt ryk sé fallið á hana þar sem hún hefur ekki verið uppi í heilt ár.




Sagnfræðispurningar nr 9, 27. mars - 3. apríl 2009.

1) Undan hvaða yfirráðum brutust Arabar í fyrri heimsstyrjöld með hjálp Breta? (1 stig)

2.) Við hvaða ríki háðu Írakar stríð árin 1980-1988? (1 stig)

3.) Hvaða keisari Heilaga rómverska ríkisins drukknaði í á á leið sinni í krossför árið 1190? (1 stig)

4.) Hvaða ár hófst framleiðsla á gosdrykknum Pepsi-Cola? (1 stig)

5.) Í kringum hvaða borg var Latneska keisaradæmið 1204-1261? (2 stig)

6.) Hvaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna gengdi stóru hlutverki í Víetnamstríðinu og stóð fyrir bættum samskiptum BNA við Kína? (2 stig)

7.) Hvaða veldi skiptist í Vestur, -Mið- og Austur Frankíu árið 843?(2 stig)

8.) Hvað kölluðu Evrópubúar norðurströnd Afríku frá 16. til 19. öld? (2 stig)

9.) Hvaða nöfn nota Rússar og Finnar um stríðið á austurvígstöðvum seinni heimsstyrjaldar? (ATH: Rússar nota eitt nafn og Finnar annað) (3 stig)

10.) Hann var skæruliðaforingi sem komst til valda árið 1943 í kjölfar hernáms og stjórnaði til dauðadags árið 1980 og naut töluverða vinsælda. Hann lenti í svo miklum deilum við Sovétríkin á 6. áratugnum löndin voru á barmi stríðs en í kalda stríðinu stofnaði hann samtök ríkja utan hernaðarbandalaga. Hver var hann? (3 stig)



Svör skulu sendast sem skilaboð á STAVKA. Svör skulu skilast fyrir föstudaginn 3. apríl 2009 kl. 17. Athugið að ef notandi sendir aftur lagfæringu á svörum sínum, verður það ekki metið til stiga. Gangi ykkur vel:)
http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=STAVKA
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,