Það skal getið hér þess fram að ég vitna hérmeð eingöngu í orð Richard Dawkins sjálfs og þess viðtals sem hann gaf í sjónvarpsþættinum Kastljós á sínum tíma, og eru orð mín ekki slitin úr neinu samhengi heldur bein tilvitnun í orð þessa prófesors við Oxfords háskóla.

Dawkins segir orðrétt: " Rót alls hins illa eru trúmál! Trúarbrögð eru helsta rót og ófremdarverk sem hafa verið framin í styrjöldum sem hafa verið háðar í Evrópu!" Tilvitnun líkur!

Að það eitt að vera prófesor og hundsa um leið sanna sagnfræði segir ekki að þú hafir rétt fyrr þér!


Fyrri Heimsstyrjöldin skellur á.

Wilhjámlur Keisari (Keiser Wilhelm), fæddist árið 1859 og tók við krúnuni 1888. Tveimur árum síðar afsalar hann Otto von Bismarck sem kanslara Þýskalands.
Árið 1912 fóru Bretar að hafa verulegar áhyggjur af vaxandi hernaðarmætti Þýska flotanns. Þjóðverjar voru þá þegar farnir að ná breska flotanum í mætti. Breski prinsinn Eduard sagði um frænda sinn þýska að “Það veit engin hvað hann er í raun mikið fífl.”, en á sama tíma tilbáðu þýskir hermenn keisara sinn enda alin upp frá blautu barnsbeini sem hermaður og lærði að ríða hedti eins og riddarar gera í hernum aðeins sex ára gamall.
Wilhjálmur keisari fæddist reynda með fæðingargalla á vinstri hendi og var sú fötlun honum mikil skömm. Þegar hann lærði sem barn að ríða hedtum féll hann oft af hestbaki en steig samt sem áður jafnskjótt á bak aftur. Hann fékk enga ást og alúð á uppeldisárum sínum enda var það sú venja Prússa að ala börnin sín fyrst og fremst upp sem hermenn og senna meir sem þjónar keisarans, agi, regla og skilyrðislaus hlíðni við keisarann voru kjörorðin í löngu og ströngu uppeldi. Wilhjálmur varð mjög kaldur persónuleiki og gaf lítin sem enga tíma til að stjórna landinu og sinna öðrum skildum. Hann elska kappreðar selglskútna (Regatta) og það átti hug hans og hjarta.
Það var einmitt á einum slíkum kappreiðum, vorið 1914 sem voru haldnar í Kiel að sendiboði kom á hraðbát upp að snekkjuni hans og færði honum mjög áríðandi skilboð.
“Hafnaðu skilboðunum!” kallaði keisarinn, “Engin ríkismál núna!”. En sendi boðin kastaði boðunum um borð og hélt á brott. Skilboðin innhéldu þau tíðindi að Austurríski prinsin hafði verið vegin í Sarajevo. Hvað er verið að trufla mann einmitt núna! Það er engin vafi á því að þessir fjandans Serbar eigi að vera eyddir af yfirborði þessar jarðar. Hann gaf þau skilaboð til Austurríska sendiboðans að þeir ættu að hefna sín af fullum mætti fyrir þetta ódæðisverk.
Wihelm keisari sá að það var að skapast alvarlegar milliríkja deilur en eins og fyrr mundi þessi nú eflaust líða undir lok, þetta er ekkert annað en falskar ákallanir og hávær og innantóm orð Breta og Frakka. Ef maður væri skynsamur þá þyrfti maður aldrei að éta orð sín, í mesta lagi kannski að ráðast á eitt smáríki td. Serbíu eða Belgíu. Þeir mundu bara hoppa ofan í holurnar sínar af hræðslu við heri okkar.
Það sem fylgdi á eftir er nánast öllum kunnugt en Wilhelm keisari varð að éta orð sín og hann ákvað að ráðast inn í Belgíu. Til að byrja með mélu þýsku herirnir andstæðinga sína mélinu smærra og Frakkar voru neiddir til að setja varnarlínur sínar aðeins nokkrum mílum frá höfuðborg sinni París: Þjóverjum virtist ætla að ná sama árangri og árið 1871 en þá kom orrustan um Marne, þarna var stríðasmaskína Wilhelms keisara stöðvuð og þessi víglína héltst nánast óbreytt í þrjú og hálft ár. Þjóðverjar komu fram með ýmis leynivopn og nýjunga í stríðsátökin eins og sinepsgas og kafbáta.
Þjóðverjar sökktu öllum þeim skipum sem þeir sáu og í einu þeira tilfella eða þegar Þjóðverjar sökktu bandaríska fragskipinu Lusitania drógust Bandaríkjamenn inn í fyrri heimsstyrjöldina. En hér verðið þið gott fólk að merkja vel við með pennum ykkar því öll sagan er ekki sögð á þessum tímapunkti, það býr ennþá meiri skilningur og ástæður hér að baki. Munið það!
Varðandi vísindi og þær miklu gáfur vísindamanna og háskólagengið fólk var litið á fyrri heimsstyrjöldina með þeim augum að núna ætti að ganga til vopna og klára allar deilur manna á milli eitt skiptið fyrir öll með þessu stríði. Sú öld sem er nýliðin átti að tákna miklar framfarir í þágu vísinda og öllum mönnum til góðs. Heimurinn sá einnig þær mestu hörmungar sögunar á 20. öldinni. Margir gengu glaðir og ákafir á vígvelli stríðsins mikla (fyrri heimstyrjöldin) sem átti að marka lok allra stríða.
Árin milli 1918 og 1939.
Þetta tímabil er eitt það merkilegasta og áhugaverðasta að rannsaka varðandi hvernig heimsmálin þróuðust í margar átti. Fólk snérist á milli flokka og var eina stundina hörðustu kommunistar og svo hina stundina dyggustu lýðræðissinar sem fyrirfundust. Á Ítalíu fæddist svo en ein stefnan og Benito Mussulini komst til valda með Fasistaflokk sinn.
Þýskaland fékk vænar fjárhæðir að láni frá Bandaríkjamönnum eða 33 milljarða ríkismarka, til að rétta efnahag sinn og minnka þá hungursneið sem hafði ríkt um árabil í landinu. Börn létust í hrönnum úr berklum og inflúensufaraldrar voru mjög mannskæðir. Þetta lán Wiemarstjórnarinnar virtist fá fólk til að hverfa frá öfga-stjórnamálaflokkum sem voru farnir að auka fylgi sitt svo um munaði í Þýskalandi.

Heimildir:
Greinarsafn/skáarsafn Morgunblaðsins
Henry og Dana Lee Thomas Sagnfræðingar
Bárður Jakobsson
Séra Gunnar Jóhannesson

Greinarhöfundur er nemi í sagnfræði.